Enn frekari undanþágur í vændum 22. nóvember 2004 00:01 Íslensk stjórnvöld ætla að fara fram á frekari undanþágur frá Kyoto-bókuninni sem gerir þeim kleift að draga hægar úr losun gróðurhúsategunda en öðrum iðnríkjum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, upplýsti þetta á Alþingi í dag. Hann sagði þingmenn Vinstri grænna vera á móti bættum lífskjörum landsmanna og fékk þau svör á móti að málflutningur hans væri ósmekklegur. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður gagnrýndi forsætisráðherra harðlega í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag fyrir að stæra sig af því á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina að Íslendingar hefðu einir þjóða fengið leyfi til að menga hlutfallslega meira en nokkur önnur þjóð sem aðild ætti að Kyoto-bókuninni sem samþykkt var 1997. Halldór Ásgrímsson sagðist fúslega gangast við þessari ábyrgð. Hann sagði það liggja ljóst fyrir að hefði undanþágan ekki fengist væri ekki verið að byggja upp stóriðjuna sem hér væri að rísa. Honum væri þó fullljóst að Kolbrún væri á móti slíkum framkvæmdum og þar með á móti bættum lífskjörum í landinu. Hann sagði núverandi ríkisstjórn hins vegar ekki á móti bættum lífskjörum. Kolbrún svaraði því til að forsætisráðherra stæði á haus og hann hefði augljóslega stungið hausnum svo kirfilega í sandinn að hann neitaði að horfast í augu við staðreyndir málsins. Og Kolbrún ítrekaði spurningu sína um hvað Íslendingar hygðust fyrir á aðildarríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu Þjóðanna sem haldin verður í Buenos Aires í Argentínu í næsta mánuði. Hún spurði hvort farið yrði fram á frekari undanþágur. Halldór svarði því til að auðvitað yrði beðið um frekari undanþágur, enda yrði annars ekki hægt að byggja upp eins og til stæði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ætla að fara fram á frekari undanþágur frá Kyoto-bókuninni sem gerir þeim kleift að draga hægar úr losun gróðurhúsategunda en öðrum iðnríkjum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, upplýsti þetta á Alþingi í dag. Hann sagði þingmenn Vinstri grænna vera á móti bættum lífskjörum landsmanna og fékk þau svör á móti að málflutningur hans væri ósmekklegur. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður gagnrýndi forsætisráðherra harðlega í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag fyrir að stæra sig af því á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina að Íslendingar hefðu einir þjóða fengið leyfi til að menga hlutfallslega meira en nokkur önnur þjóð sem aðild ætti að Kyoto-bókuninni sem samþykkt var 1997. Halldór Ásgrímsson sagðist fúslega gangast við þessari ábyrgð. Hann sagði það liggja ljóst fyrir að hefði undanþágan ekki fengist væri ekki verið að byggja upp stóriðjuna sem hér væri að rísa. Honum væri þó fullljóst að Kolbrún væri á móti slíkum framkvæmdum og þar með á móti bættum lífskjörum í landinu. Hann sagði núverandi ríkisstjórn hins vegar ekki á móti bættum lífskjörum. Kolbrún svaraði því til að forsætisráðherra stæði á haus og hann hefði augljóslega stungið hausnum svo kirfilega í sandinn að hann neitaði að horfast í augu við staðreyndir málsins. Og Kolbrún ítrekaði spurningu sína um hvað Íslendingar hygðust fyrir á aðildarríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu Þjóðanna sem haldin verður í Buenos Aires í Argentínu í næsta mánuði. Hún spurði hvort farið yrði fram á frekari undanþágur. Halldór svarði því til að auðvitað yrði beðið um frekari undanþágur, enda yrði annars ekki hægt að byggja upp eins og til stæði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira