Innlent

Málfundur um 26. grein

Málskotsréttur forseta Íslands, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, verður til umræðu á fundi Málfundarfélags Lögréttu í Háskóla Íslands í dag. Frummælendur verða hæstaréttarlögmennirnir Dögg Pálsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson, auk Lúðvíks Bergvinssonar, alþingismanns. Þessi grein stjórnarskrárinnar var mjög til umræðu í sumar, eftir að forseti Íslands ákvað að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar í byrjun júní. Á fundinum í dag verður velt upp spurningum hvort þörf sé á þessari grein og hvort hún eigi rétt á sér. Telji menn svo vera, þá verður einnig athugað hvort breytinga sé þörf á greininni í ljósi atburða sumarsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×