Fagnar lækkun vaxta langtímalána 25. ágúst 2004 00:01 Bankastjóri Seðlabankans segir það fagnaðarefni að vextir langtímalána lækki í landinu. Seðlabankinn hyggst þó fylgjast grannt með áhrifunum enda sé viss hætta á aukinni þenslu, viðskiptabankar gætu verið að taka áhættu og Íbúðalánasjóður lent í erfiðleikum. Gengi hlutabréfa í KB banka hefur hækkað um 10 % á tveimur dögum í kjölfar þess að bankinn bauð lán til íbúðakaupa með 4,4 prósenta vöxtum. Samkeppnisaðilar bjóða nú allir samskonar vaxtakjör. Yfirstjórn Seðlabankans ræddi nýjustu sviptingar á vaxtamarkaði á fundi fyrir hádegi og eru fyrstu viðbrögðin jákvæð. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri segist fagna því að sjá hverju samkeppnin getur komið til leiðar. En að sjálfsögðu muni Seðlabankinn fylgjast með og hafa áhyggjur ef einhverjar áhættur eru á ferðinni. Hann segir það fagnaðarefni að einkavæðing bankanna og útrás þeirra skuli nú leiða til lækkunar vaxta á langtímalánum. Enda hafi hann lengi undrast hversu háir vextir hafi verið hér á landi. Seðlabankinn þurfi hins vegar að fylgjast sérstaklega með því hversu mikil ásókn verði í lánin, hvort heimilin auki sína skuldsetningu. Þeir hafi áhyggjur af því að þetta geti leitt til þenslu. Hann segir Seðlabankann einnig ætla að fylgjast vel með bönkunum sjálfum. Athuga verði hvort bankarnir séu að taka áhættu með þessu, og hvort þeir muni geta fjármagnað þetta þannig að þeir hafi af þessu einhvern hag. Þá verði einnig að fylgjast með Íbúðalánasjóði. Eiríkur segir hugsanlegt að ef mikið verði um tilflutninga á lánum frá Íbúðalánasjóði til bankanna að það geti skapað erfiðleika fyrir sjóðinn. Seðlabankinn hefur notað vexti sem stjórntæki og að undanförnu verið að þrýsta þeim upp, það er skammtímavöxtum, til að vinna gegn þenslu. Eíríkur segir að vissulega vinni þessar aðgerðir bankanna gegn stefnu Seðlabankans. Tímasetningin á þessum lánum sé ekki sú sem hann hefði kosið. Hann býst þó ekki við að það verði mjög mikil ásókn heimila í lánin í skyndi, enda kosti aðgerðin sjálf nokkuð. Það þurfi að taka lántökugjald, það sé ákveðinn þröskuldur. Hann telur því að þetta muni ekki hafa skjót slæm áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Bankastjóri Seðlabankans segir það fagnaðarefni að vextir langtímalána lækki í landinu. Seðlabankinn hyggst þó fylgjast grannt með áhrifunum enda sé viss hætta á aukinni þenslu, viðskiptabankar gætu verið að taka áhættu og Íbúðalánasjóður lent í erfiðleikum. Gengi hlutabréfa í KB banka hefur hækkað um 10 % á tveimur dögum í kjölfar þess að bankinn bauð lán til íbúðakaupa með 4,4 prósenta vöxtum. Samkeppnisaðilar bjóða nú allir samskonar vaxtakjör. Yfirstjórn Seðlabankans ræddi nýjustu sviptingar á vaxtamarkaði á fundi fyrir hádegi og eru fyrstu viðbrögðin jákvæð. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri segist fagna því að sjá hverju samkeppnin getur komið til leiðar. En að sjálfsögðu muni Seðlabankinn fylgjast með og hafa áhyggjur ef einhverjar áhættur eru á ferðinni. Hann segir það fagnaðarefni að einkavæðing bankanna og útrás þeirra skuli nú leiða til lækkunar vaxta á langtímalánum. Enda hafi hann lengi undrast hversu háir vextir hafi verið hér á landi. Seðlabankinn þurfi hins vegar að fylgjast sérstaklega með því hversu mikil ásókn verði í lánin, hvort heimilin auki sína skuldsetningu. Þeir hafi áhyggjur af því að þetta geti leitt til þenslu. Hann segir Seðlabankann einnig ætla að fylgjast vel með bönkunum sjálfum. Athuga verði hvort bankarnir séu að taka áhættu með þessu, og hvort þeir muni geta fjármagnað þetta þannig að þeir hafi af þessu einhvern hag. Þá verði einnig að fylgjast með Íbúðalánasjóði. Eiríkur segir hugsanlegt að ef mikið verði um tilflutninga á lánum frá Íbúðalánasjóði til bankanna að það geti skapað erfiðleika fyrir sjóðinn. Seðlabankinn hefur notað vexti sem stjórntæki og að undanförnu verið að þrýsta þeim upp, það er skammtímavöxtum, til að vinna gegn þenslu. Eíríkur segir að vissulega vinni þessar aðgerðir bankanna gegn stefnu Seðlabankans. Tímasetningin á þessum lánum sé ekki sú sem hann hefði kosið. Hann býst þó ekki við að það verði mjög mikil ásókn heimila í lánin í skyndi, enda kosti aðgerðin sjálf nokkuð. Það þurfi að taka lántökugjald, það sé ákveðinn þröskuldur. Hann telur því að þetta muni ekki hafa skjót slæm áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira