Nú hefur stórfyrirtækið Google blandað sér í slaginn um þá viðskiptavini sem ferðast hvað mest og býður nú nýja þjónustu þar sem allir eiga að geta fundið ódýrustu flugmiða sem völ er á gegnum vefsíðu fyrirtækisins.
Þetta er í sjálfu sér ekkert nýmæli enda önnur vefsetur sem þetta hafa boðið lengi en Google leitar víðar en hingað til hefur þekkst og ekki ólíklegt að leitarvél þess eigi eftir að skjóta öðrum slíkum ref fyrir rass.