Viðskipti innlent

Vaxtahækkanir að skila sér

Of snemmt að ræða um áhrifin. Davíð Oddsson seðlabankastjóri telur of snemmt að ræða hvernig ákvarðanir Seðlabankans verði við útgáfu Peningamála í byrjun desember. Almennt er búist við hækkun stýrivaxta um 0,5 til 0,75 prósentustig.
Of snemmt að ræða um áhrifin. Davíð Oddsson seðlabankastjóri telur of snemmt að ræða hvernig ákvarðanir Seðlabankans verði við útgáfu Peningamála í byrjun desember. Almennt er búist við hækkun stýrivaxta um 0,5 til 0,75 prósentustig.

Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að lækkun verðbólgunnar hafi engin áhrif á ákvörðun bankans um hækkun stýrivaxta sem búist er við í byrjun desember.

"Það er jákvætt að langtímaverðbólga skuli lækka en varasamt að horfa á einn mánuð og draga of miklar ályktanir. Það er jákvæð vísbending að olíuverð verði stöðugra og hækkun á íbúðaverði virðist ganga til baka. Þetta getur haft jákvæð áhrif á mælingu vísitölu yfir tólf mánaða tímabil," segir hann.

Davíð segir að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans hafi skilað sér upp á síðkastið í hækkun á langtímavöxtum. Allt of snemmt sé að fjalla um með hvaða hætti tilkynning bankans í desember verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×