Landsbanki hækkar vexti á íbúðalánum 12. nóvember 2005 08:30 Bankastjórar Landsbankans Landsbankinn hækkaði vexti íbúðalána sinna í gær. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ákvörðun bankans skynsamlega en hann hefði frekar búist við að Íbúðalánasjóður myndi leiða hækkunarferli vaxta á íbúðalánum. Landsbankinn ákvað í gær að hækka vexti íbúðalána sinna úr 4,15 prósentum í 4,45 prósent. Vaxtabreytingin hefur ekki áhrif á eldri íbúðalán. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir ákvörðunina tekna í ljósi þeirrar hækkunar sem verið hafi á ávöxtunarkröfu á markaði. "Við erum banki sem byggist á markaðslögmálum og viljum ekki niðurgreiða eina vöru á kostnað annarrar." Hann segir að hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nú loksins farið að hafa áhrif á langtímavexti. "Lykillinn að mjúkri lendingu byggist á fasteignamarkaðnum og besta leiðin til að róa hann er að hækka vexti íbúðalána. Við trúum því að við séum að vinna að langtímahagsmunum viðskiptavina okkar með þessu, því þeir eru að verðbólga haldist lág og að vextir verði þannig að þeir verði lágir þegar til lengri tíma er litið." Sigurjón segir að forsenda þess sé að stöðugleiki haldist. Hann segir að með þessu styðji bankinn við viðleitni Seðlabankans til að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Vextir á þeim peningum sem sóttir eru á markað til að fjármagna íbúðalán hafa hækkað að undanförnu um 0,4 til 0,9 prósent og miðað við núverandi stöðu er óhjákvæmilegt að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka eftir næsta útboð sjóðsins. Álag á útboðsgengi bréfa sjóðsins er lögbundið, Það útboð hefur látið á sér standa og er það talið vera vegna þess að sjóðurinn á fé vegna uppgreiðslna sem standa undir útlánum. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir ákvörðun Landsbankans skynsamlega. "Við munum taka ákvörðun um vexti okkar útlána eftir næsta útboð," segir hann en ekki er ákveðið hvenær það verður. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Á klapparstíg Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að hækkun vaxta íbúðalána komi ekki á óvart. "Það var tímaspursmál hver myndi ríða á vaðið, en það kemur á óvart að það hafi verið Landsbankinn. Maður hefði búist við því að Íbúðalánasjóður myndi hefja þetta ferli. Þetta er skynsamlegt hjá þeim," segir Arnór. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, og Friðrik Halldórsson, kollegi hans í KB banka, taka báðir undir orð Arnórs og segja að miðað við þróun vaxta hafi hækkun legið í loftinu. Þeir segja ekkert um það ákveðið hvort eða hvenær vaxtabreytinga á íbúðalánum sé að vænta hjá þeirra bönkum. Verð húsnæðis hefur undanfarin misseri verið meginástæða hækkandi verðbólgu. Helstu ástæður fasteignahækkana eru aukinn kaupmáttur og lægri vextir íbúðalána. Innlent Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Landsbankinn ákvað í gær að hækka vexti íbúðalána sinna úr 4,15 prósentum í 4,45 prósent. Vaxtabreytingin hefur ekki áhrif á eldri íbúðalán. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir ákvörðunina tekna í ljósi þeirrar hækkunar sem verið hafi á ávöxtunarkröfu á markaði. "Við erum banki sem byggist á markaðslögmálum og viljum ekki niðurgreiða eina vöru á kostnað annarrar." Hann segir að hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nú loksins farið að hafa áhrif á langtímavexti. "Lykillinn að mjúkri lendingu byggist á fasteignamarkaðnum og besta leiðin til að róa hann er að hækka vexti íbúðalána. Við trúum því að við séum að vinna að langtímahagsmunum viðskiptavina okkar með þessu, því þeir eru að verðbólga haldist lág og að vextir verði þannig að þeir verði lágir þegar til lengri tíma er litið." Sigurjón segir að forsenda þess sé að stöðugleiki haldist. Hann segir að með þessu styðji bankinn við viðleitni Seðlabankans til að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Vextir á þeim peningum sem sóttir eru á markað til að fjármagna íbúðalán hafa hækkað að undanförnu um 0,4 til 0,9 prósent og miðað við núverandi stöðu er óhjákvæmilegt að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka eftir næsta útboð sjóðsins. Álag á útboðsgengi bréfa sjóðsins er lögbundið, Það útboð hefur látið á sér standa og er það talið vera vegna þess að sjóðurinn á fé vegna uppgreiðslna sem standa undir útlánum. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir ákvörðun Landsbankans skynsamlega. "Við munum taka ákvörðun um vexti okkar útlána eftir næsta útboð," segir hann en ekki er ákveðið hvenær það verður. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Á klapparstíg Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að hækkun vaxta íbúðalána komi ekki á óvart. "Það var tímaspursmál hver myndi ríða á vaðið, en það kemur á óvart að það hafi verið Landsbankinn. Maður hefði búist við því að Íbúðalánasjóður myndi hefja þetta ferli. Þetta er skynsamlegt hjá þeim," segir Arnór. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, og Friðrik Halldórsson, kollegi hans í KB banka, taka báðir undir orð Arnórs og segja að miðað við þróun vaxta hafi hækkun legið í loftinu. Þeir segja ekkert um það ákveðið hvort eða hvenær vaxtabreytinga á íbúðalánum sé að vænta hjá þeirra bönkum. Verð húsnæðis hefur undanfarin misseri verið meginástæða hækkandi verðbólgu. Helstu ástæður fasteignahækkana eru aukinn kaupmáttur og lægri vextir íbúðalána.
Innlent Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira