Frétti af áhuga Newcastle hér 15. júlí 2005 00:01 Almir Cosic er úrvals knattspyrnumaður að sögn Vilbergs Jónassonar, þjálfara Leiknis á Fáskrúðsfirði sem leikur í þriðju deildinni á Íslandsmótinu. Það vakti furðu margra þegar greint var frá því í fjölmiðlum fyrr í sumar að Leiknir væri með mann innanborðs sem stuttu áður hefði verið metinn á um 300 milljónir króna. Leikmaðurinn var á mála hjá Bosníuliðinu FC Zeljeznicar, en þar var hann ekki í náðinni og þurfti að sætta sig við að spila með varaliði félagsins. Hann kom til Fáskrúðsfjarðar í gegn um vin sinn sem þar var búsettur, en þegar heimamenn fóru að grenslast fyrir um Cosic á netinu, grófu þeir upp að lið hans hafði neitað stóru tilboði frá Newcastle í leikmanninn. Málið var að sögn Vilbergs hið gruggugasta, því lið hans í Bosníu hafði ætlað að selja hann án þess að hann fengi nokkuð fyrir sinn snúð. Nú er hinsvegar allt annað uppi á teningnum fyrir Cosic, sem nýtur lífsins í Búðahreppi til fullnustu og er smátt og smátt að komast inn í hinn íslenska 3. deildarbolta. "Þetta eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir manninn. Hann er vanur því að spila á fullkomnum völlum fyrir tugþúsundir manna, en það er auðvitað allt annað uppi á teningnum í þessum kartöflugörðum sem sumir vellirnir hérna eru," sagði Vilberg. Maður skyldi ætla að maður sem metinn hefur verið á 300 milljónir króna væri yfirburðamaður í þriðju deildinni. "Hann er vissulega góður, það vantar ekki, en hann á enn eftir að aðlagast hlutunum betur. Það sem mér finnst best við hann er yfirferðin, hraðinn og dugnaðurinn í honum. Svo mætir hann alltaf á réttum tíma á æfingar og er aldrei með neina stjörnustæla," sagði Vilberg að lokum um dýrasta knattspyrnumann á Íslandi, sem hann segir eflaust geta staðið sig með prýði í Landsbankadeildinni eins og hver annar útlendinganna sem þar leika. Íslenski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjá meira
Almir Cosic er úrvals knattspyrnumaður að sögn Vilbergs Jónassonar, þjálfara Leiknis á Fáskrúðsfirði sem leikur í þriðju deildinni á Íslandsmótinu. Það vakti furðu margra þegar greint var frá því í fjölmiðlum fyrr í sumar að Leiknir væri með mann innanborðs sem stuttu áður hefði verið metinn á um 300 milljónir króna. Leikmaðurinn var á mála hjá Bosníuliðinu FC Zeljeznicar, en þar var hann ekki í náðinni og þurfti að sætta sig við að spila með varaliði félagsins. Hann kom til Fáskrúðsfjarðar í gegn um vin sinn sem þar var búsettur, en þegar heimamenn fóru að grenslast fyrir um Cosic á netinu, grófu þeir upp að lið hans hafði neitað stóru tilboði frá Newcastle í leikmanninn. Málið var að sögn Vilbergs hið gruggugasta, því lið hans í Bosníu hafði ætlað að selja hann án þess að hann fengi nokkuð fyrir sinn snúð. Nú er hinsvegar allt annað uppi á teningnum fyrir Cosic, sem nýtur lífsins í Búðahreppi til fullnustu og er smátt og smátt að komast inn í hinn íslenska 3. deildarbolta. "Þetta eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir manninn. Hann er vanur því að spila á fullkomnum völlum fyrir tugþúsundir manna, en það er auðvitað allt annað uppi á teningnum í þessum kartöflugörðum sem sumir vellirnir hérna eru," sagði Vilberg. Maður skyldi ætla að maður sem metinn hefur verið á 300 milljónir króna væri yfirburðamaður í þriðju deildinni. "Hann er vissulega góður, það vantar ekki, en hann á enn eftir að aðlagast hlutunum betur. Það sem mér finnst best við hann er yfirferðin, hraðinn og dugnaðurinn í honum. Svo mætir hann alltaf á réttum tíma á æfingar og er aldrei með neina stjörnustæla," sagði Vilberg að lokum um dýrasta knattspyrnumann á Íslandi, sem hann segir eflaust geta staðið sig með prýði í Landsbankadeildinni eins og hver annar útlendinganna sem þar leika.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjá meira