Stýrði ekki atburðarásinni 25. mars 2005 00:01 Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi. Þar neitar hann að hafa stýrt atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Þá segir Páll í hlutarins eðli að Stöð 2 hafi reynt eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Fischer. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi er rétt að taka fram eftirfarandi:Undirritaður stýrði ekki atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi og þaðan af síður gaf ég lögreglu fyrirmæli um gang mála. Aðspurður upplýsti ég yfirlögregluþjón hins vegar um að Bobby Fischer hefði óskað eftir því að fara beint inn á hótel en taka ekki þátt í formlegri móttökuathöfn eða veita viðtöl inni á flugvellinum strax eftir lendingu. Það liggur aftur á móti í hlutarins eðli að Stöð 2 reyndi eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Bobby Fischer, - og helst betri en keppinautanna. Slíkt gera allir fjölmiðlar í samkeppnisumhverfi og þannig tókst t.d. Ríkissjónvarpinu - fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda - að ná viðtali við Fischer á Kastrup-flugvelli í gærdag þar sem aðrir fjölmiðlar höfðu ekki nema óbeinan aðgang og margir engan. Þetta gerist í samkeppni og við kveinkum okkur ekki.Tilkoma margumræddrar einkaflugvélar varð með þeim hætti, að Sæmundur Pálsson lýsti áhyggjum af vini sínum og skjólstæðingi á afar löngu og erfiðu ferðalagi til Íslands eftir sérstaklega erfiða fangavist í Japan upp á síðkastið, og kom þá til tals á milli okkar hvort það gæti auðveldað honum ferðina að fá einkavél beint til Reykjavíkur síðasta spölin í stað þess að bíða í Kaupmannahöfn eftir ferð til Keflavíkur. Í ljós kom að forsvarsmenn Baugs voru reiðubúnir að veita afnot af slíkri vél sem þeir hafa aðgang að.Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2 Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi. Þar neitar hann að hafa stýrt atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Þá segir Páll í hlutarins eðli að Stöð 2 hafi reynt eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Fischer. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi er rétt að taka fram eftirfarandi:Undirritaður stýrði ekki atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi og þaðan af síður gaf ég lögreglu fyrirmæli um gang mála. Aðspurður upplýsti ég yfirlögregluþjón hins vegar um að Bobby Fischer hefði óskað eftir því að fara beint inn á hótel en taka ekki þátt í formlegri móttökuathöfn eða veita viðtöl inni á flugvellinum strax eftir lendingu. Það liggur aftur á móti í hlutarins eðli að Stöð 2 reyndi eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Bobby Fischer, - og helst betri en keppinautanna. Slíkt gera allir fjölmiðlar í samkeppnisumhverfi og þannig tókst t.d. Ríkissjónvarpinu - fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda - að ná viðtali við Fischer á Kastrup-flugvelli í gærdag þar sem aðrir fjölmiðlar höfðu ekki nema óbeinan aðgang og margir engan. Þetta gerist í samkeppni og við kveinkum okkur ekki.Tilkoma margumræddrar einkaflugvélar varð með þeim hætti, að Sæmundur Pálsson lýsti áhyggjum af vini sínum og skjólstæðingi á afar löngu og erfiðu ferðalagi til Íslands eftir sérstaklega erfiða fangavist í Japan upp á síðkastið, og kom þá til tals á milli okkar hvort það gæti auðveldað honum ferðina að fá einkavél beint til Reykjavíkur síðasta spölin í stað þess að bíða í Kaupmannahöfn eftir ferð til Keflavíkur. Í ljós kom að forsvarsmenn Baugs voru reiðubúnir að veita afnot af slíkri vél sem þeir hafa aðgang að.Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira