Ekki beðinn að víkja úr stjórnum 9. mars 2005 00:01 Enginn hefur beðið forstjóra Símans um að víkja úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem líklegast þykir til að berjast um kaup á Símanum. Forvera hans var hins vegar skipað að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaráforma Símans. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni gert að hætta sem forstjóri Símans. Þórarinn sat í stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar og í stjórn Þróunarfélagsins þegar hann var ráðinn forstjóri. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gerði honum strax grein fyrir því að það væri óheppilegt vegna þess að þessir aðilar kynnu að koma við sögu þegar kæmi að einkavæðingu Landssímans. Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði Þórarni líka ljóst að honum þætti óæskilegt að Þórarinn sæti í stjórnum þessara félaga samtímis því sem hann væri forstjóri Símans. Sturla sagði í viðtölum að Þórarinn hefði seint og um síðir vikið úr þessum stjórnum en þó hefði síðar komið í ljós að hann hefði einungis hugsað sér að gera það tímabundið og kallað inn fyrir sig varamenn. Þetta var tilgreint sem ein helsta ástæða þess að Þórarinn var látinn hætta sem forstjóri Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, er ekki ósvipaðri stöðu og Þórarinn var þegar hann gegndi forstjórastöðunni. Brynjólfur er formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins sem er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins og hann er varaformaður í stjórn Bakkavarar, fyrirtækis sem mjög er orðað við kaup á Símanum. Þrátt fyrir þetta hefur enginn beðið Brynjólf að víkja sæti í þessum stjórnum. Brynjólfur staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hann sagðist sjálfur ekki hafa hugleitt það að víkja sæti og hann sagði að það væri ekki inni í myndinni í augnablikinu. Það virðist því svo að sumum leyfist það sem öðrum er bannað. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Enginn hefur beðið forstjóra Símans um að víkja úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem líklegast þykir til að berjast um kaup á Símanum. Forvera hans var hins vegar skipað að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaráforma Símans. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni gert að hætta sem forstjóri Símans. Þórarinn sat í stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar og í stjórn Þróunarfélagsins þegar hann var ráðinn forstjóri. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gerði honum strax grein fyrir því að það væri óheppilegt vegna þess að þessir aðilar kynnu að koma við sögu þegar kæmi að einkavæðingu Landssímans. Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði Þórarni líka ljóst að honum þætti óæskilegt að Þórarinn sæti í stjórnum þessara félaga samtímis því sem hann væri forstjóri Símans. Sturla sagði í viðtölum að Þórarinn hefði seint og um síðir vikið úr þessum stjórnum en þó hefði síðar komið í ljós að hann hefði einungis hugsað sér að gera það tímabundið og kallað inn fyrir sig varamenn. Þetta var tilgreint sem ein helsta ástæða þess að Þórarinn var látinn hætta sem forstjóri Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, er ekki ósvipaðri stöðu og Þórarinn var þegar hann gegndi forstjórastöðunni. Brynjólfur er formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins sem er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins og hann er varaformaður í stjórn Bakkavarar, fyrirtækis sem mjög er orðað við kaup á Símanum. Þrátt fyrir þetta hefur enginn beðið Brynjólf að víkja sæti í þessum stjórnum. Brynjólfur staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hann sagðist sjálfur ekki hafa hugleitt það að víkja sæti og hann sagði að það væri ekki inni í myndinni í augnablikinu. Það virðist því svo að sumum leyfist það sem öðrum er bannað.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira