Innlent

Sömu fjármögnunarreglur og flokks

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir opnaði kosningaskrifstofu í Ármúla í Reykjavík í dag vegna formannskjörsins innan Samfylkingarinnar. Hún segir að sömu reglur gildi um fjármögnun framboðs hennar og gilda um framboð flokksins yfirleitt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist stolt af þátttöku sinni í formannskosningunum og segir þær vera lýðræðisferli. Hún segir að allt kosti þetta sitt og lýðræðið sé ekki ókeypis. Fjölmargir sjálfboðaliðar vinni fyrir hana og stuðningsmenn hennar og starfið sé byggt á þeim og samskotum, en finna verði leiðir til að standa undir framboðinu. Aðspurð hvort einhverjar takmarkanir séu í gildi um fjárframlög segir Inigbjörg Sólrún að farið sé eftir þeim reglum sem gildi í Samfylkingunni í því efni. Hægt verði að fá upplýsingar um fjárframlög sem séu yfir 500 þúsund krónum eins og gildi í Samfylkingunni. Aðspurð segir hún ekkert slíkt framlag komið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×