Innlent

Beint streymi: Er Græn­land til sölu?

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Á málþinginu verður meðal annars rætt um sjálfstæði Grænlands, áhuga Donalds Trump á kaupum á landinu og hvaða þýðingu þær hugmyndir hafa fyrir öryggi á norðurslóðum.
Á málþinginu verður meðal annars rætt um sjálfstæði Grænlands, áhuga Donalds Trump á kaupum á landinu og hvaða þýðingu þær hugmyndir hafa fyrir öryggi á norðurslóðum. Getty

Málþingið „Er Grænland til sölu?“ sem er á vegum Norræna hússins og Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands fer fram í Norræna húsinu frá 12 til 13 í dag. Rætt verður um sjálfstæði Grænlands, áhuga Bandaríkja á landinu og öryggi á norðurslóðum.

Tilefni málþingsins er endurtekin tillaga Donalds Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, um að kaupa Grænland, veita því fullt sjálfstæði og varpa „fjötrum“ nýlendustefnunnar af landinu. Meðal lykilspurninga á málþinginu er „Hvaða afleiðingar hefur núverandi umræða um stöðu Grænlands?“.

Málþingið fer fram á ensku og mun Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í Alþjóðafræðum við Háskóla Íslands, leiða pallborð með ýmsum sérfræðingum í málaflokknum.

Tove Søvndahl Gant, erindreki Grænlands á Íslandi, heldur opnunarræðu málþingsins og í kjölfarið verður pallborð með Berit Kristoffersen, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Tromsø; Javier L. Arnaut, dósent í félagsfræði og hagfræði norðurheimskauta við Háskólann á Grænlandi og Marc Lanteigne, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Tromsø.

Horfa má á streymið á hlekknum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×