Rök útvarpsráðs eru fyrirsláttur 9. mars 2005 00:01 Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri á fréttastofu Útvarps, segir rök útvarpsráðs um að fréttastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrirslátt. Friðrik Páll Jónsson hefur gegnt starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá því í desember. Hann er einn hinna fimm umsækjanda sem Bogi Ágústsson, sviðstjóri fréttasviðs RÚV, mælti með í stöðu fréttastjóra. "Ég hef setið tæplega hálfrar klukkustundar fund um fjármál frá því ég tók við starfinu," sagði Friðrik Páll fyrir fund Félags fréttamanna, sem ályktaði að komi Auðun Georg Ólafsson til starfa á Ríkisútvarpinu óttist félagið að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu starfi og fréttamennsku á fréttastofu Útvarpsins. Fundurinn skorar á Auðun að taka ekki starfinu. Þess má geta að velta fréttastofunnar er um 150 milljónir á ári. Auðun Georg Ólafsson, hinn nýskipaði fréttastjóri Ríkisútvarpsins, starfaði í nokkra mánuði í fullu starfi sem fréttamaður á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 á árunum 1993-1999 en var annars lausráðinn fréttamaður og fréttaritari meðfram námi og starfi í Kaupmannahöfn og Japan. Hann hefur að undanförnu starfað sem sölu- og markaðsstjóri fyrir Marel í Asíu. Hann vísar því á bug að ráðning sín hafi verið pólitísk, enda hafi hann aldrei verið í pólitísku starfi. Markús Örn Antonsson útskýrði skipunina svo í gær: "Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps." Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna fara eindregið fram á að útvarpsstjóri dragi ákvörðun sína til baka. "Með henni teljum við að allri stétt fréttamanna sé gróflega misboðið. Ráðningin er greinilega pólitísk þar sem fagleg sjónarmið eru virt að vettugi. Með henni er vegið að hlutleysi og starfsskilyrðum fréttastofunnar sem útvarpsstjóri ber ábyrgð á," segir í tilkynningu félagsins. Bogi Ágústsson taldi fimm núverandi starfsmenn fréttastofunnar hæfari en Auðun: "Mér finnst miður að því sé ekki fylgt sem ég legg til. Ég vann hæfnismatið eins vandlega og ég gat og ég taldi þessa fimm einstaklinga hæfasta. En þess verður að geta að ég taldi alla umsækjendur hæfa," sagði Bogi. Broddi Broddason, fréttamaður á RÚV, segir að ráðningin sé ekki spurning um persónu umsækjandans, "heldur aðferðir útvarpsráðs og ákvörðun útvarpsstjóra en við teljum að hann hafi átt að vera óbundinn af ákvörðun útvarpsráðs," sagði Broddi. Auðun sagði aðspurður allt of snemmt að svara því hvort vænta mætti breytinga á fréttastofunni. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri á fréttastofu Útvarps, segir rök útvarpsráðs um að fréttastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrirslátt. Friðrik Páll Jónsson hefur gegnt starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá því í desember. Hann er einn hinna fimm umsækjanda sem Bogi Ágústsson, sviðstjóri fréttasviðs RÚV, mælti með í stöðu fréttastjóra. "Ég hef setið tæplega hálfrar klukkustundar fund um fjármál frá því ég tók við starfinu," sagði Friðrik Páll fyrir fund Félags fréttamanna, sem ályktaði að komi Auðun Georg Ólafsson til starfa á Ríkisútvarpinu óttist félagið að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu starfi og fréttamennsku á fréttastofu Útvarpsins. Fundurinn skorar á Auðun að taka ekki starfinu. Þess má geta að velta fréttastofunnar er um 150 milljónir á ári. Auðun Georg Ólafsson, hinn nýskipaði fréttastjóri Ríkisútvarpsins, starfaði í nokkra mánuði í fullu starfi sem fréttamaður á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 á árunum 1993-1999 en var annars lausráðinn fréttamaður og fréttaritari meðfram námi og starfi í Kaupmannahöfn og Japan. Hann hefur að undanförnu starfað sem sölu- og markaðsstjóri fyrir Marel í Asíu. Hann vísar því á bug að ráðning sín hafi verið pólitísk, enda hafi hann aldrei verið í pólitísku starfi. Markús Örn Antonsson útskýrði skipunina svo í gær: "Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps." Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna fara eindregið fram á að útvarpsstjóri dragi ákvörðun sína til baka. "Með henni teljum við að allri stétt fréttamanna sé gróflega misboðið. Ráðningin er greinilega pólitísk þar sem fagleg sjónarmið eru virt að vettugi. Með henni er vegið að hlutleysi og starfsskilyrðum fréttastofunnar sem útvarpsstjóri ber ábyrgð á," segir í tilkynningu félagsins. Bogi Ágústsson taldi fimm núverandi starfsmenn fréttastofunnar hæfari en Auðun: "Mér finnst miður að því sé ekki fylgt sem ég legg til. Ég vann hæfnismatið eins vandlega og ég gat og ég taldi þessa fimm einstaklinga hæfasta. En þess verður að geta að ég taldi alla umsækjendur hæfa," sagði Bogi. Broddi Broddason, fréttamaður á RÚV, segir að ráðningin sé ekki spurning um persónu umsækjandans, "heldur aðferðir útvarpsráðs og ákvörðun útvarpsstjóra en við teljum að hann hafi átt að vera óbundinn af ákvörðun útvarpsráðs," sagði Broddi. Auðun sagði aðspurður allt of snemmt að svara því hvort vænta mætti breytinga á fréttastofunni.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira