Karlaveldið bregst við kvennabaráttu Drífa Snædal skrifar 3. nóvember 2005 06:00 Þegar kvennabaráttan nær hámarki byrja hjól karlveldisins að snúast líka á fullum hraða. Þegar konur styrkja baráttuandann og sýna svo ekki verður um villst samstöðuna sem felst í kröfunni um jafnrétti er gerð tilraun til að berja hana niður jafnóðum. Ekki svo að skilja að áþreifanlegt karlveldi rísi upp og segist vera á móti jafnrétti - nei, það segir það enginn berum orðum heldur eru gömlu aðferðirnar notaðar. Blöð fyllast af skilaboðum um að konur séu hamingjusamastar léttklæddar - með góða fyrirvinnu - í hjónabandi og inni á heimilunum. Þetta er svo fyrirsjáanlegt að það er næstum fyndið. Þegar konur kröfðust kosningaréttar í upphafi síðustu aldar birtist andstaðan í því að konur ættu ekki að skíta sig út á pólitík. Konur væru svo upphafnar verur að þær ættu að einbeita sér að göfugri störfum svo sem barnauppeldi og velgjörðarstörfum. Þegar rauðsokkurnar létu til sín taka var viðkvæðið að stéttabaráttan kæmi fyrst og róttækar konur ættu að einbeita sér að henni. Auk þess væru kvenfrelsiskonur ljótar, rasssíðar kerlingar í mussum, sem enginn vildi líta við. Í dag upplifum við enn byr kvennabaráttu og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Sumir telja femínisma vera blótsyrði og konur birtast á síðum blaðanna léttklæddari en veðráttan hér á landi hefur nokkurn tímann gefið tilefni til. Á forsíðu tímaritsins Sirkus má sjá bera konu og yfirskriftin er "ég er alger hnakkamella - Brynja Björk er nútímakona". Inni í blaðinu má svo lesa að draumadagur Brynju sé kynlíf með heitum gaur kvölds og morgna en þess á milli sé farið í Kringluna með kreditkort kærastans. Sem sagt - Mikael Torfason og hinir karlarnir á ritstjórninni telja nútímakonuna illa klædda, lifandi á kærastanum og alltaf tilbúna. Karlveldið "strikes again". Hinir sjálfskipuðu varðhundar karlveldisins gera örvæntingarfulla tilraun til að minna á sig og sýna krampakennd átök valdakerfis í dauðateygjunum. "Hvað verður um okkur ef konur fá að vaða uppi með sínar kröfur?" Karlar hagnast á kynjuðu valdakerfi á meðan konur tapa á því. Karlar hagnast á hjónabandi, þeir lifa lengur og fá hærri laun en ella, á meðan konur tapa á hjónabandi samkvæmt sömu viðmiðum. Karlar geta keypt sér aðgang að konum, á meðan konur eru settar til sýnis og reiddar fram sem gjaldmiðill. Einhverjir telja sig greinilega hafa hag af því að viðhalda karlveldinu á meðan fleiri og fleiri karlar vilja afsala sér þessum forréttindum í þágu mannréttinda - eða eigum við að segja kvenréttinda. Við sem vorum niðri í miðborg Reykjavíkur 24. október vitum að nútímakonan krefst jafnréttis. Nútímakonan er skynsamlega klædd, vel menntuð, sækir fram á vinnumarkaði og krefst þátttöku í stjórnun fyrirtækja og landsins. Nútímakonan hafnar því að vera auglýst sem neysluvara fyrir karlmenn og ætlar að útrýma kynbundnu ofbeldi í allri mynd. Nútímakonan er sterk og greinileg ógnun fyrir karlveldið sem þrátt fyrir örvæntingafullar tilraunir til að viðhalda ömurlegu kerfi er á undanhaldi. Við sjáum sporðaköstin allt í kringum okkur og þau verða aumkunarverðari með hverju árinu sem líður, eftir því sem kvenfrelsi vindur fram. Tökum eftir andstöðunni við kvenfrelsi, berjumst fyrir jafnrétti og hlæjum að varðhundunum þegar jafnrétti er náð. Höfundur er ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kvennabaráttan nær hámarki byrja hjól karlveldisins að snúast líka á fullum hraða. Þegar konur styrkja baráttuandann og sýna svo ekki verður um villst samstöðuna sem felst í kröfunni um jafnrétti er gerð tilraun til að berja hana niður jafnóðum. Ekki svo að skilja að áþreifanlegt karlveldi rísi upp og segist vera á móti jafnrétti - nei, það segir það enginn berum orðum heldur eru gömlu aðferðirnar notaðar. Blöð fyllast af skilaboðum um að konur séu hamingjusamastar léttklæddar - með góða fyrirvinnu - í hjónabandi og inni á heimilunum. Þetta er svo fyrirsjáanlegt að það er næstum fyndið. Þegar konur kröfðust kosningaréttar í upphafi síðustu aldar birtist andstaðan í því að konur ættu ekki að skíta sig út á pólitík. Konur væru svo upphafnar verur að þær ættu að einbeita sér að göfugri störfum svo sem barnauppeldi og velgjörðarstörfum. Þegar rauðsokkurnar létu til sín taka var viðkvæðið að stéttabaráttan kæmi fyrst og róttækar konur ættu að einbeita sér að henni. Auk þess væru kvenfrelsiskonur ljótar, rasssíðar kerlingar í mussum, sem enginn vildi líta við. Í dag upplifum við enn byr kvennabaráttu og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Sumir telja femínisma vera blótsyrði og konur birtast á síðum blaðanna léttklæddari en veðráttan hér á landi hefur nokkurn tímann gefið tilefni til. Á forsíðu tímaritsins Sirkus má sjá bera konu og yfirskriftin er "ég er alger hnakkamella - Brynja Björk er nútímakona". Inni í blaðinu má svo lesa að draumadagur Brynju sé kynlíf með heitum gaur kvölds og morgna en þess á milli sé farið í Kringluna með kreditkort kærastans. Sem sagt - Mikael Torfason og hinir karlarnir á ritstjórninni telja nútímakonuna illa klædda, lifandi á kærastanum og alltaf tilbúna. Karlveldið "strikes again". Hinir sjálfskipuðu varðhundar karlveldisins gera örvæntingarfulla tilraun til að minna á sig og sýna krampakennd átök valdakerfis í dauðateygjunum. "Hvað verður um okkur ef konur fá að vaða uppi með sínar kröfur?" Karlar hagnast á kynjuðu valdakerfi á meðan konur tapa á því. Karlar hagnast á hjónabandi, þeir lifa lengur og fá hærri laun en ella, á meðan konur tapa á hjónabandi samkvæmt sömu viðmiðum. Karlar geta keypt sér aðgang að konum, á meðan konur eru settar til sýnis og reiddar fram sem gjaldmiðill. Einhverjir telja sig greinilega hafa hag af því að viðhalda karlveldinu á meðan fleiri og fleiri karlar vilja afsala sér þessum forréttindum í þágu mannréttinda - eða eigum við að segja kvenréttinda. Við sem vorum niðri í miðborg Reykjavíkur 24. október vitum að nútímakonan krefst jafnréttis. Nútímakonan er skynsamlega klædd, vel menntuð, sækir fram á vinnumarkaði og krefst þátttöku í stjórnun fyrirtækja og landsins. Nútímakonan hafnar því að vera auglýst sem neysluvara fyrir karlmenn og ætlar að útrýma kynbundnu ofbeldi í allri mynd. Nútímakonan er sterk og greinileg ógnun fyrir karlveldið sem þrátt fyrir örvæntingafullar tilraunir til að viðhalda ömurlegu kerfi er á undanhaldi. Við sjáum sporðaköstin allt í kringum okkur og þau verða aumkunarverðari með hverju árinu sem líður, eftir því sem kvenfrelsi vindur fram. Tökum eftir andstöðunni við kvenfrelsi, berjumst fyrir jafnrétti og hlæjum að varðhundunum þegar jafnrétti er náð. Höfundur er ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun