Kostar ekkert í lyftur og frí skíðakennsla 10. nóvember 2005 07:15 Skíðamenn í Hlíðarfjalli. Elstu menn fyrir norðan muna vart betri byrjun á skíðavertíð en þá sem þeir urðu vitni að síðustu helgi. Skíðaáhugamenn á Norðurlandi una hag sínum hið besta um þessar mundir. Þar er skíðafærið víða gott og á Siglufirði er frítt í lyftur meðan Skagfirðingar bjóða uppá fría skíðakennslu. "Nú er komið að því að kenna Skagfirðingum og Húnvetningum að renna á skíðum enda nóg komið af hestamennsku í bili," segir Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastól í Skagafirði. Þar verður boðið upp á ókeypis skíðakennslu næsta laugardag. "Hér er nú meiri snjór en nokkurn tíman í fyrra og útlit fyrir góða skíðahelgi," segir Viggó kátur í bragði. Skíða- og brettaleiga er á svæðinu og kostar leigan 4.200 krónur fyrir daginn en 1.750 fyrir börn. "Svo eigum við einhverja tíu hjálma en þá lánum við bara. Svo getur fólk komið með útreiðarhjálmana, það er bara vel séð hér á þessum slóðum," bætir Viggó við. Siglfirðingar opnuðu skíðasvæði sitt um síðustu helgi og eru menn þar einnig ánægðir með færð og aðsókn skíðafólks en þar er frítt í lyfturnar um þessar mundir. Enn hefur ekki verið opnað á skíðasvæðið í Tungudal á Ísafirði þó snjór sé í fjöllum. "Það vantar svona herslumuninn og það er alveg ljóst að það breytist ekkert um helgina," segir Jóhann K. Torfason umsjónarmaður og krossleggur fingur. Í Seljalandsdal, sem er við Tungudal, eru þó einhverjir farnir að renna um á gönguskíðum. Í Hlíðarfjalli var opnað um síðustu helgi og segir Guðmundur Karl Jónsson að elstu menn muni vart betri byrjun á skíðavertíð. Þar verður opið aftur um næstu helgi og svo á miðvikudag og fjölgar dögunum smátt og smátt sem opið er. Guðmundur segir að mikil aðsókn sé í skíðaleiguna í Hlíðarfjalli. "Þetta er sú þróun sem á sér stað hér sem og annars staðar enda er dýrt að koma sér upp öllum skíðabúnaði. Dagarnir eru kannski ekki svo margir sem menn nota hann þannig að það er mjög þægilegt að leigja þetta enda eru leigurnar alltaf með nýjustu og bestu gerðir," bætir hann við. Innlent Lífið Menning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Skíðaáhugamenn á Norðurlandi una hag sínum hið besta um þessar mundir. Þar er skíðafærið víða gott og á Siglufirði er frítt í lyftur meðan Skagfirðingar bjóða uppá fría skíðakennslu. "Nú er komið að því að kenna Skagfirðingum og Húnvetningum að renna á skíðum enda nóg komið af hestamennsku í bili," segir Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastól í Skagafirði. Þar verður boðið upp á ókeypis skíðakennslu næsta laugardag. "Hér er nú meiri snjór en nokkurn tíman í fyrra og útlit fyrir góða skíðahelgi," segir Viggó kátur í bragði. Skíða- og brettaleiga er á svæðinu og kostar leigan 4.200 krónur fyrir daginn en 1.750 fyrir börn. "Svo eigum við einhverja tíu hjálma en þá lánum við bara. Svo getur fólk komið með útreiðarhjálmana, það er bara vel séð hér á þessum slóðum," bætir Viggó við. Siglfirðingar opnuðu skíðasvæði sitt um síðustu helgi og eru menn þar einnig ánægðir með færð og aðsókn skíðafólks en þar er frítt í lyfturnar um þessar mundir. Enn hefur ekki verið opnað á skíðasvæðið í Tungudal á Ísafirði þó snjór sé í fjöllum. "Það vantar svona herslumuninn og það er alveg ljóst að það breytist ekkert um helgina," segir Jóhann K. Torfason umsjónarmaður og krossleggur fingur. Í Seljalandsdal, sem er við Tungudal, eru þó einhverjir farnir að renna um á gönguskíðum. Í Hlíðarfjalli var opnað um síðustu helgi og segir Guðmundur Karl Jónsson að elstu menn muni vart betri byrjun á skíðavertíð. Þar verður opið aftur um næstu helgi og svo á miðvikudag og fjölgar dögunum smátt og smátt sem opið er. Guðmundur segir að mikil aðsókn sé í skíðaleiguna í Hlíðarfjalli. "Þetta er sú þróun sem á sér stað hér sem og annars staðar enda er dýrt að koma sér upp öllum skíðabúnaði. Dagarnir eru kannski ekki svo margir sem menn nota hann þannig að það er mjög þægilegt að leigja þetta enda eru leigurnar alltaf með nýjustu og bestu gerðir," bætir hann við.
Innlent Lífið Menning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira