Innlent

Reykingabann á Íslandi árið 2007

Siv Friðleifsdóttir Alþingiskona
Siv Friðleifsdóttir Alþingiskona

Siv Friðleifsdóttir lagði fram frumvarp síðasta vor um bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Víða í Evrópu sem og í mörgum fylkjum Bandaríkjanna hefur slíkt bann verið lagt á. Kaliforníubúar eru frumkvöðlarnir í þessum efnum. Þar var slíkt bann leitt í lög árið 1994.

Í hvaða farvegi er málið hér á landi?

Málið hefur farið fyrir ríkisstjórnina og nú munu stjórnarflokkarnir taka það fyrir. Ef það fær brautargengi þar verður málið tekið fyrir á Alþingi og væntanlega mun þá heilbrigðisráðherra mæla fyrir því. Þaðan verður það sent í nefnd til frekari vinnslu og þá fá umsagnaraðilar að koma að því. Ef allt gengur eftir tel ég raunhæft að frumvarpið geti verið afgreitt í vor.

Hvenær tæki þá reykbannið gildi?

Mér þætti eðlilegt að það yrði þá árið 2007 svo að veitinga- og skemmtistaðir gætu aðlagað sig að þessum breytingum.

Hvernig hefur þetta gengið í þeim löndum sem þegar hafa sett þetta í lög?

Það sem ég hef heyrt er að þetta hafi gengið vel og hvergi sé vilji fyrir því að snúa til baka og leyfa reykingar aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×