Sljóleiki gagnvart ofurkjörum 1. nóvember 2005 15:51 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að fólk slævist gagnvart gríðarháum tölum þegar kjör stjórnenda og hagnaður fyrirtækja eru annars vegar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að kaupréttarsamningar helstu stjórnenda Kaupþings banka orki tvímælis en þeir séu ekki einangrað tilvik, svona samningar séu mun útbreiddari en áður. Sjö æðstu stjórnendur Kaupþings banka högnuðust um 770 milljónir króna í gær með því að nýta sér fimm ára gamlan kauprétt að hlutabréfum í bankanum á því gengi, sem gilti fyrir fimm árum. Þar af keypti Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður, lang mest. Hann hagnaðist um ríflega 400 milljónir króna miðað við gengi bréfanna í gær. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, hagnaðist um tæpar 200 milljónir króna. Þessi hagnaður er þó ekki endilega í hendi því að líklegt er að stjórnendurnir verði að eiga bréfin í ákveðinn tíma. Ingibjörg Sólrún telur að bæði ofurlaun og gróðatölur hjá fyrirtækjum séu nú miklu hærri en áður var. Hún telur að "fólk slævist gagnvart þessum gríðarháu tölum og nú sé svo komið að ákveðinn sljóleiki sé í samfélaginu gagnvart ofurkjörum stjórnenda. Hluthafar hljóti að velta fyrir sér hvort svona kaupréttarsamningar séu eðlilegir. Þeir eigi að vera uppi á borðum og launastefnu gagnvart stjórnendum eigi að samþykkja á hluthafafundum. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að kaupréttarsamningar helstu stjórnenda Kaupþings banka orki tvímælis en þeir séu ekki einangrað tilvik, svona samningar séu mun útbreiddari en áður. Sjö æðstu stjórnendur Kaupþings banka högnuðust um 770 milljónir króna í gær með því að nýta sér fimm ára gamlan kauprétt að hlutabréfum í bankanum á því gengi, sem gilti fyrir fimm árum. Þar af keypti Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður, lang mest. Hann hagnaðist um ríflega 400 milljónir króna miðað við gengi bréfanna í gær. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, hagnaðist um tæpar 200 milljónir króna. Þessi hagnaður er þó ekki endilega í hendi því að líklegt er að stjórnendurnir verði að eiga bréfin í ákveðinn tíma. Ingibjörg Sólrún telur að bæði ofurlaun og gróðatölur hjá fyrirtækjum séu nú miklu hærri en áður var. Hún telur að "fólk slævist gagnvart þessum gríðarháu tölum og nú sé svo komið að ákveðinn sljóleiki sé í samfélaginu gagnvart ofurkjörum stjórnenda. Hluthafar hljóti að velta fyrir sér hvort svona kaupréttarsamningar séu eðlilegir. Þeir eigi að vera uppi á borðum og launastefnu gagnvart stjórnendum eigi að samþykkja á hluthafafundum.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira