Áhyggjulaust ævikvöld orðið að martröð 25. nóvember 2005 06:00 Ég hef um alllangt skeið fylgst með baráttumálum aldraðra. Þeir sem hafa verið í forsvari fyrir þeim hópi hafa látið vel í sér heyra og m.a. rætt við ráðamenn ríkisstjórnarinnar og sýnt fram á þá skerðingu sem aldraðir og öryrkjar hafa mátt þola í langan tíma, en alltaf talað fyrir daufum eyrum. Núverandi ríkisstjórn breytti lögum um málefni aldraðra árið 1995. Lögin sögðu að bætur til þessara hópa skuli fylgja kaupgjaldsvísitölu en ekki launavísitölu eins og var áður.Þetta leiddi til þess að kjör þessara hópa hafa verið stórskert eftir þessar breytingar. Skattleysismörkin eru alltof lág eða alls 75.062 krónur, en væru 102.472 ef ekki hefði verið hreyft við vísitölunni á sínum tíma. Kerfið eins og það er uppbyggt í dag hegnir miskunnarlaust þeim sem hafa farið að lögum og greitt í lífeyrissjóð. Sá sem aftur á móti hefur svikist um og greitt í staðinn inn á bankabók eða keypt sér verðbréf stendur miklu betur að vígi. Hann tekur sparnað sinn út og greiðir aðeins 10 prósent fjármagnstekjuskatt meðan hin þjóðin (það eru tvær þjóðir í þessu landi) greiðir 38 prósent skatt. Það má einnig benda á tekjutengingarnar og takmarkanirnar sem óspart eru notaðar á ellilífeyrisþega og öryrkja. Ég vil benda öllum á sem greitt hafa í aukalífeyrissparnað að taka hann allan út fyrir 67 ára aldur og ávaxta sjálf á þann hátt sem hver vill. Fullan skatt verður að borga af þessu strax en þá er maður laus við skerðinguna sem verður hjá Tryggingastofnun ríkisins þegar þar að kemur. Ég lenti sjálf í því að taka þennan sparnað of seint út og sýp seyðið af því nú. Er ekki kominn tími til að einfalda þennan óskiljanlega frumskóg sem tryggingakerfið er nú. Á síðustu árum er svo oft búið að breyta lögum um málefni aldraðra að þetta er orðið að einum hrærigraut. Nú nýlega þegar aðilar vinnumarkaðarins gengu frá samkomulagi um eingreiðslu 26.000 kr. ákvað ríkisstjórnin að þeir sem væru á atvinnuleysisbótum, örorkubótum og ellilífeyrisþegar skuli einnig fá þessar greiðslur, það er að segja þeir sem eru með óskerta tekjutryggingu. Í dag eru um 300 manns á öllu landinu með óskerta tekjutryggingu, það eru þeir sem fá ekkert úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóður Suðurnesja (nú Suðurlands) sendi sjóðsfélögum nýverið bréf um skerðingu upp á 16 prósent sem gildir frá 1.október. Þann 1. janúar á þessu ári skerti sjóðurinn bæturnar um 5 prósent. Samtals er þetta 21 prósent skerðing á árinu. Þeir sem eru að fá greiðslur úr sjóðnum í dag finna óþyrmilega fyrir því þegar svona miskunnarlaust og án fyrirvara er vegið að afkomu fólks. Áhyggjulausa ævikvöldið fyrir aldraða sem talað er um á tyllidögum er orðið að martröð. Var ekki sagt í haust á alþingi þegar uppgötvaðist um klúðrið á lögum um eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir alþingismenn, að það mætti ekki skerða alþingismenn sem nú þegar væru farnir að fá eftirlaunagreiðslur? Það gilda víst aðrar reglur á þeim bæ! Höfundur er lífeyrisþegi í Lífeyrissjóði Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég hef um alllangt skeið fylgst með baráttumálum aldraðra. Þeir sem hafa verið í forsvari fyrir þeim hópi hafa látið vel í sér heyra og m.a. rætt við ráðamenn ríkisstjórnarinnar og sýnt fram á þá skerðingu sem aldraðir og öryrkjar hafa mátt þola í langan tíma, en alltaf talað fyrir daufum eyrum. Núverandi ríkisstjórn breytti lögum um málefni aldraðra árið 1995. Lögin sögðu að bætur til þessara hópa skuli fylgja kaupgjaldsvísitölu en ekki launavísitölu eins og var áður.Þetta leiddi til þess að kjör þessara hópa hafa verið stórskert eftir þessar breytingar. Skattleysismörkin eru alltof lág eða alls 75.062 krónur, en væru 102.472 ef ekki hefði verið hreyft við vísitölunni á sínum tíma. Kerfið eins og það er uppbyggt í dag hegnir miskunnarlaust þeim sem hafa farið að lögum og greitt í lífeyrissjóð. Sá sem aftur á móti hefur svikist um og greitt í staðinn inn á bankabók eða keypt sér verðbréf stendur miklu betur að vígi. Hann tekur sparnað sinn út og greiðir aðeins 10 prósent fjármagnstekjuskatt meðan hin þjóðin (það eru tvær þjóðir í þessu landi) greiðir 38 prósent skatt. Það má einnig benda á tekjutengingarnar og takmarkanirnar sem óspart eru notaðar á ellilífeyrisþega og öryrkja. Ég vil benda öllum á sem greitt hafa í aukalífeyrissparnað að taka hann allan út fyrir 67 ára aldur og ávaxta sjálf á þann hátt sem hver vill. Fullan skatt verður að borga af þessu strax en þá er maður laus við skerðinguna sem verður hjá Tryggingastofnun ríkisins þegar þar að kemur. Ég lenti sjálf í því að taka þennan sparnað of seint út og sýp seyðið af því nú. Er ekki kominn tími til að einfalda þennan óskiljanlega frumskóg sem tryggingakerfið er nú. Á síðustu árum er svo oft búið að breyta lögum um málefni aldraðra að þetta er orðið að einum hrærigraut. Nú nýlega þegar aðilar vinnumarkaðarins gengu frá samkomulagi um eingreiðslu 26.000 kr. ákvað ríkisstjórnin að þeir sem væru á atvinnuleysisbótum, örorkubótum og ellilífeyrisþegar skuli einnig fá þessar greiðslur, það er að segja þeir sem eru með óskerta tekjutryggingu. Í dag eru um 300 manns á öllu landinu með óskerta tekjutryggingu, það eru þeir sem fá ekkert úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóður Suðurnesja (nú Suðurlands) sendi sjóðsfélögum nýverið bréf um skerðingu upp á 16 prósent sem gildir frá 1.október. Þann 1. janúar á þessu ári skerti sjóðurinn bæturnar um 5 prósent. Samtals er þetta 21 prósent skerðing á árinu. Þeir sem eru að fá greiðslur úr sjóðnum í dag finna óþyrmilega fyrir því þegar svona miskunnarlaust og án fyrirvara er vegið að afkomu fólks. Áhyggjulausa ævikvöldið fyrir aldraða sem talað er um á tyllidögum er orðið að martröð. Var ekki sagt í haust á alþingi þegar uppgötvaðist um klúðrið á lögum um eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir alþingismenn, að það mætti ekki skerða alþingismenn sem nú þegar væru farnir að fá eftirlaunagreiðslur? Það gilda víst aðrar reglur á þeim bæ! Höfundur er lífeyrisþegi í Lífeyrissjóði Suðurlands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun