Sport

Gerrard á skilið að vinna

Steven Gerrard Gerrard lék frábærlega með Liverpol á síðustu leiktíð og ber liðið oftar en ekki uppi með kraftmiklum leik.
Steven Gerrard Gerrard lék frábærlega með Liverpol á síðustu leiktíð og ber liðið oftar en ekki uppi með kraftmiklum leik.

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Steven Gerrard, fyrirliði liðsins, eigi skilið að vera valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu í ár.

Ballon d'Or eða Gullknötturinn verður afhentur á morgun en flestir telja Ronaldinho vera líklegastan og Andriy Shevchenko hans helsta keppinaut.

Gerrard fór fyrir sínu liði sem varð Evrópumeistari í Istanbúl í maí eftir æsilegasta úrslitaleik allra tíma og telur Benítez að það ætti að vega þungt í atkvæðagreiðslunni.

"Fyrir mér hefur Gerrard verið mjög góður í ár og hápunkturinn var auðvitað þessi ótrúlegi úrslitaleikur í Istanbúl. Bestu leikmennirnir geta laðað fram það besta í mikilvægustu leikjunum. Það er einmitt það sem hann gerði fyrir okkur og mér finnst að hann eigi skilið að vinna verðlaunin. Hann hefur frábæra hæfileika, með gífurlegan kraft og gefur liði sínu mikla möguleika. Ég hef heyrt að sumir bera hann saman við Mara­dona og Pele en ég tel að það sé of snemmt að gera það." Úkraínumaðurinn Shevchenko á titil að verja þar sem hann varð fyrir valinu í fyrra en Pavel Nedved hreppti hnossið árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×