Jógaleikskóli 3. desember 2005 05:45 Nýjasti leikskólinn í borginni var formlega opnaður í síðustu viku, Reynisholt í Grafarholti. Börnin sungu, viðurkenningar veittar, veitingar og ræður - allt eins og venjulega? Nei, því skólastjórinn lýsti metnaðarfullri skólastefnu sem er enn ein nýjungin í Reykjavík og lýsir þeirri gróskumiklu flóru sem sjálfstæðir leik- og grunnskólar eru. Ég er ekki viss um að margir átti sig á því hve skólarnir þróast hratt og fá að njóta sjálfstæðis. Reynisholt mun leggja áherslu á slökun, snertingu og jóga ásamt ræktun dyggða meðal barnanna. Sem jógaiðkandi varð formaður menntaráðs glaður að sjá stefnuskrána sem byggð er á meistararitgerð skólastjórans, Sigurlaugar Einarsdóttur, og áralangri reynslu hennar af því að innleiða svipaða hugmyndafræði í leikskólum, nú fær hún tækifæri til að hrinda henni í framkvæmd sjálf ásamt starfsfólki. "Lífsleikninám" kallast það sem boðið verður uppá. Markvissar snertistundir verða á dagskrá, með áherslu á vináttu, vellíðan, nudd og slökun. Jóga kemur við sögu með hreyfingu, jafnvægisæfingum og teygjum ásamt slökun. Fjölbreyttar máltíðir með með sykurneyslu í lágmarki eru meðal fjölmargra annarra atriða. Þessi skóli er ólíkur öðrum, en þar með er ekki sagt að aðrir leikskólar séu ekki með jafn metnaðarfullt starf. Leikskólarnir í borginni hafa byggst upp með miklum hraða á liðnum árum, en svo er líka með innra starf. Og hvað með ánægju foreldra? Hún er svo mikil samkvæmt könnunum að engin opinber þjónustustofnun eða einkafyrirtæki getur státað af öðru eins! Leikskólarnir í Reykjavík eru í fararbroddi og Reynisholt er enn ein skrautfjöðurinn. Höfundur er formaður mennta- og fræðsluráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nýjasti leikskólinn í borginni var formlega opnaður í síðustu viku, Reynisholt í Grafarholti. Börnin sungu, viðurkenningar veittar, veitingar og ræður - allt eins og venjulega? Nei, því skólastjórinn lýsti metnaðarfullri skólastefnu sem er enn ein nýjungin í Reykjavík og lýsir þeirri gróskumiklu flóru sem sjálfstæðir leik- og grunnskólar eru. Ég er ekki viss um að margir átti sig á því hve skólarnir þróast hratt og fá að njóta sjálfstæðis. Reynisholt mun leggja áherslu á slökun, snertingu og jóga ásamt ræktun dyggða meðal barnanna. Sem jógaiðkandi varð formaður menntaráðs glaður að sjá stefnuskrána sem byggð er á meistararitgerð skólastjórans, Sigurlaugar Einarsdóttur, og áralangri reynslu hennar af því að innleiða svipaða hugmyndafræði í leikskólum, nú fær hún tækifæri til að hrinda henni í framkvæmd sjálf ásamt starfsfólki. "Lífsleikninám" kallast það sem boðið verður uppá. Markvissar snertistundir verða á dagskrá, með áherslu á vináttu, vellíðan, nudd og slökun. Jóga kemur við sögu með hreyfingu, jafnvægisæfingum og teygjum ásamt slökun. Fjölbreyttar máltíðir með með sykurneyslu í lágmarki eru meðal fjölmargra annarra atriða. Þessi skóli er ólíkur öðrum, en þar með er ekki sagt að aðrir leikskólar séu ekki með jafn metnaðarfullt starf. Leikskólarnir í borginni hafa byggst upp með miklum hraða á liðnum árum, en svo er líka með innra starf. Og hvað með ánægju foreldra? Hún er svo mikil samkvæmt könnunum að engin opinber þjónustustofnun eða einkafyrirtæki getur státað af öðru eins! Leikskólarnir í Reykjavík eru í fararbroddi og Reynisholt er enn ein skrautfjöðurinn. Höfundur er formaður mennta- og fræðsluráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar