Hvað segir Jesús núna? 3. desember 2005 05:15 Undanfarna daga hafa birst í blöðum greinargerðir eftir nokkra kraftmikla kirkjuleiðtoga sem hafa andmælt hjónavígslu samkynhneigðra para og hafa áhyggjur af afleiðingum þeirrar gjörðar. Á meðal presta og guðfræðinga Þjóðkirkjunnar eru einnig miklar og heitar umræður um þetta málefni, miklu meiri en birtast á opinberum vettvangi. Meginágreiningurinn, á milli þeirra sem eru annars vegar jákvæðir í garð hjónavígslu samkynhneigðra para og hinna sem eru neikvæðir, felst í því hvernig við túlkum Biblíuna sem Guðs orð. Þeir sem eru jákvæðir, og meðal þeirra er undirritaður, vilja hlusta á þau skilaboð Guðs sem eru óbreytanleg í tíma og rúmi, eru hafin yfir tíma og menningu, eru nokkurn veginn algild. Þeir sem eru neikvæðari í afstöðu sinni byggja rök sín á forsendum eins og: "...samkvæmt skýrum orðum Jesú Krists og postula hans er hjónaband á milli karls og konu en ekki tveggja einstaklinga af sama kyni" (Friðrik Schram, Mbl. 23. nóv. 2005). Mér finnst að þeir sem andmæla kirkjulegri hjónavígslu samkynhneigðra þurfi að staldra við um stund og íhuga stöðu sína. Kennisetningar kirkjunnar og guðfræði byggjast nú þegar öll á túlkun Biblíunnar, a.m.k. í lúterskri kirkju. Ólíkt því sem margir trúa, þá kveður Biblían ekki skýrt á um að hjónaband verði að vera milli karls og konu. Sú hugmynd tilheyrir kennisetningu sem túlkuð er út frá Biblíunni, ekki biblíutextanum sjálfum. Ef við leitum þá finnum við orð sem Páll postuli segir: "Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég, að þeim er best að halda áfram að vera ein eins og ég. En hafi þau ekki taumhald á sjálfum sér, þá gangi þau í hjónaband, því betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd." (1. Kor.6.). Við fyrsta lestur virðist sem Páll postuli sé að segja okkur að það sé best fyrir okkur að giftast alls ekki, en þegar við lærum um og skiljum sögu og menningu þeirra tíma sem Páll var uppi á og þeirra sem Biblían er skrifuð á fá orð hans dýpri merkingu og rétta þýðingu. En að sjálfsögðu vita andmælendur af atriðum eins og þessum. Þeir eru ekki bókstaflegir trúmenn. Þeir kjósa hins vegar að túlka Biblíuna í samræmi við eigin hugmyndaheim, sem er skiljanlegt en ekki endilega réttlætanlegt. Kjarni málsins snýst nefnilega ekki um orðalag Biblíunnar heldur er það ímynd andmælendanna um "hið góða kristilega siðgæði", sem þeim var kennt og þeir vilja halda á lofti. Og samkynhneigð hjón virðast hjá þeim falla utan við ramma "hinna góðu kristilega gilda". Ég veit að það er erfitt fyrir okkur öll að hreyfa við viðteknum venjum, hefðum og gildum. Það er samt hægt ef við (ég segi það um kristið fólk) trúum á Jesú og setjum æðstu gildi lífsins í hendur Jesú og íhugum hvað hann vill segja við okkur í dag. Við megum ekki láta hefðbundna menningu eða aðrar hefðir villa okkur sýn. Kraftur Jesú og náð virkar til að frelsa okkur frá sjálfsdýrkun, sjálfsgirni, áhugaleysi gagnvart náunganum og kúgun, en veitir okkur aldrei rétt til þess að kúga eða mismuna. Íhugum því hvað frelsarinn segir við okkur í dag. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa birst í blöðum greinargerðir eftir nokkra kraftmikla kirkjuleiðtoga sem hafa andmælt hjónavígslu samkynhneigðra para og hafa áhyggjur af afleiðingum þeirrar gjörðar. Á meðal presta og guðfræðinga Þjóðkirkjunnar eru einnig miklar og heitar umræður um þetta málefni, miklu meiri en birtast á opinberum vettvangi. Meginágreiningurinn, á milli þeirra sem eru annars vegar jákvæðir í garð hjónavígslu samkynhneigðra para og hinna sem eru neikvæðir, felst í því hvernig við túlkum Biblíuna sem Guðs orð. Þeir sem eru jákvæðir, og meðal þeirra er undirritaður, vilja hlusta á þau skilaboð Guðs sem eru óbreytanleg í tíma og rúmi, eru hafin yfir tíma og menningu, eru nokkurn veginn algild. Þeir sem eru neikvæðari í afstöðu sinni byggja rök sín á forsendum eins og: "...samkvæmt skýrum orðum Jesú Krists og postula hans er hjónaband á milli karls og konu en ekki tveggja einstaklinga af sama kyni" (Friðrik Schram, Mbl. 23. nóv. 2005). Mér finnst að þeir sem andmæla kirkjulegri hjónavígslu samkynhneigðra þurfi að staldra við um stund og íhuga stöðu sína. Kennisetningar kirkjunnar og guðfræði byggjast nú þegar öll á túlkun Biblíunnar, a.m.k. í lúterskri kirkju. Ólíkt því sem margir trúa, þá kveður Biblían ekki skýrt á um að hjónaband verði að vera milli karls og konu. Sú hugmynd tilheyrir kennisetningu sem túlkuð er út frá Biblíunni, ekki biblíutextanum sjálfum. Ef við leitum þá finnum við orð sem Páll postuli segir: "Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég, að þeim er best að halda áfram að vera ein eins og ég. En hafi þau ekki taumhald á sjálfum sér, þá gangi þau í hjónaband, því betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd." (1. Kor.6.). Við fyrsta lestur virðist sem Páll postuli sé að segja okkur að það sé best fyrir okkur að giftast alls ekki, en þegar við lærum um og skiljum sögu og menningu þeirra tíma sem Páll var uppi á og þeirra sem Biblían er skrifuð á fá orð hans dýpri merkingu og rétta þýðingu. En að sjálfsögðu vita andmælendur af atriðum eins og þessum. Þeir eru ekki bókstaflegir trúmenn. Þeir kjósa hins vegar að túlka Biblíuna í samræmi við eigin hugmyndaheim, sem er skiljanlegt en ekki endilega réttlætanlegt. Kjarni málsins snýst nefnilega ekki um orðalag Biblíunnar heldur er það ímynd andmælendanna um "hið góða kristilega siðgæði", sem þeim var kennt og þeir vilja halda á lofti. Og samkynhneigð hjón virðast hjá þeim falla utan við ramma "hinna góðu kristilega gilda". Ég veit að það er erfitt fyrir okkur öll að hreyfa við viðteknum venjum, hefðum og gildum. Það er samt hægt ef við (ég segi það um kristið fólk) trúum á Jesú og setjum æðstu gildi lífsins í hendur Jesú og íhugum hvað hann vill segja við okkur í dag. Við megum ekki láta hefðbundna menningu eða aðrar hefðir villa okkur sýn. Kraftur Jesú og náð virkar til að frelsa okkur frá sjálfsdýrkun, sjálfsgirni, áhugaleysi gagnvart náunganum og kúgun, en veitir okkur aldrei rétt til þess að kúga eða mismuna. Íhugum því hvað frelsarinn segir við okkur í dag. Höfundur er prestur innflytjenda.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar