Innlent

2000 milljarðar eftir tíu ár

Eldri borgarar. Mikilvægt er að lífeyrissparnaði landsmanna sé vel varið svo verðmæti hans rýrni ekki.
Eldri borgarar. Mikilvægt er að lífeyrissparnaði landsmanna sé vel varið svo verðmæti hans rýrni ekki.

Eignir íslenskra lífeyrissjóða verða um tvö þúsund milljarðar króna eftir tíu ár. Um síðustu áramót voru eignir lífeyrissjóða þúsund milljarðar króna og munu þær því tvöfaldast á þessum tíma.

Til samanburðar var verðmæti landsframleiðslunnar árið 2004 885 milljarðar króna. Þetta kemur fram í grein eftir Guðmund Guðmundsson og Kristíönu Baldursdóttur, sér­­fræðinga á tölfræðisviði Seðla­banka Íslands. Þau segja takmarkaða fjárfestingarkosti á Íslandi leiða til þess að líf­eyrissjóðirnir muni stórauka fjár­festingu erlendis. Ávöxtun erlendra verðbréfa muni því skipta sköpum fyrir framtíð lífeyrissjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×