Sport

Gullkálfurinn Beckham græðir á tá og fingri

Ríkir framherjar Michael Owen og Robbie Fowler fyrrverandi framherjar Liverpool eiga fyrir salti í grautinn.
Ríkir framherjar Michael Owen og Robbie Fowler fyrrverandi framherjar Liverpool eiga fyrir salti í grautinn.

David Beckham er ekki bara góður knattspyrnumaður heldur er hann einstök peningamaskína sem malar gull á hverju einasta ári. Nú er svo komið að hann hefur algjörlega stungið kollega sína af en auðæfi hans eru metin á 75 milljónir punda sem er rúmlega helmingi meira en næsti maður á.

Það er Hollendingurinn Dennis Bergkamp hjá Arsenal en auður hans er metinn á 37 milljónir punda. Beckham er með 116 þúsund pund í vikulaun hjá Real Madrid en það eru stórir auglýsingasamningar sem færa honum hvað mestar tekjar.

Athygli vekur að Robbie Fowler er í fjórða sæti listans en hann hefur fjárfest skynsamlega í fasteignum og öðru og það skilar honum í fjórða sætið.

Michael Owen er einnig að gera góða hluti í þriðja sætinu en hann er nýbúinn að gera samning við Newcastle sem færir honum 102 þúsund pund í vikulaun.

Jose Mourinho er ríkasti stjórinn á Bretlandseyjum samkvæmt listanum en auðæfi hans eru metin á 20 milljónir punda. Helsta ástæðan fyrir ríkidæmi Mourinhos eru feitir auglýsingasamningar við American Express og Samsung.

Næstríkustu stjórarnir eru Sir Alex Ferguson og Sven-Göran Eriksson. Það þarf síðan vart að taka fram að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er langríkasti eigandi knattspyrnuliðs á Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×