Jafntefli í kaflaskiptum leik 11. desember 2005 07:15 Arnar Jón Agnarsson lék ágætlega fyrir Fylki í gær. Hann skorar hér eitt þriggja marka sinna. Það var mikil spenna í Kópavogi í gær þegar HK tók á móti Fylki í DHL-deild karla í handbolta en leiknum lauk með jafntefli 27-27. Heimamenn byrjuðu leikinn betur en um miðbik fyrri hálfleiks misstu þeir tvo menn af velli og tveimur fleiri náðu Fylkismenn að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Þegar jafnt varð í liðum á ný tóku HK-ingar síðan forystuna aftur og höfðu yfir 15-13 í hálfleik. Þeir virtust hafa mætt ákveðnari til leiks en náðu ekki að halda sama skriðinu í seinni hálfleik. Fylkismenn unnu upp forskot HK en þegar staðan var 20-18, HK í vil, komu skyndilega fimm mörk í röð frá gestunum sem náðu þriggja marka forskoti. HK jafnaði metin og síðustu mínúturnar skiptust liðin á að skora, þegar mínúta var eftir kom Remigijus Cepulis heimamönnum yfir en Eymar Krüger jafnaði þegar tuttugu sekúndur voru til leiksloka. HK fór í síðustu sókn leiksins en hún rann út í sandinn og úrslitin 27-27. "Ég er alveg langt frá því að vera sáttur við þessi úrslit. Fylkir var ekkert að spila vel en við vorum algjörir klaufar að ná ekki að nýta okkur það og sigra þennan leik, við áttum að klára þetta í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var hrikalegur og varnarleikurinn var eiginlega ekki til staðar," sagði Arnar Reynisson, markvörður HK, eftir leikinn en hann varði fimmtán skot. Hlynur Morthens í marki Fylkis varði nítján. Heimir Örn Árnason var í aðalhlutverki hjá Fylki að vanda en hann skoraði sex mörk, Remigijus Cepulis skoraði mest fyrir HK eða átta mörk. Eftir þessi úrslit eru Fylkismenn komnir upp í þriðja sæti deildarinnar en hafa reyndar leikið fleiri leiki en liðin á eftir. Barátta HK-inga fyrir því að ná að enda í efri hlutanum heldur áfram en liðið er í níunda sæti en kringum þá er pakkinn mjög þéttur. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Það var mikil spenna í Kópavogi í gær þegar HK tók á móti Fylki í DHL-deild karla í handbolta en leiknum lauk með jafntefli 27-27. Heimamenn byrjuðu leikinn betur en um miðbik fyrri hálfleiks misstu þeir tvo menn af velli og tveimur fleiri náðu Fylkismenn að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Þegar jafnt varð í liðum á ný tóku HK-ingar síðan forystuna aftur og höfðu yfir 15-13 í hálfleik. Þeir virtust hafa mætt ákveðnari til leiks en náðu ekki að halda sama skriðinu í seinni hálfleik. Fylkismenn unnu upp forskot HK en þegar staðan var 20-18, HK í vil, komu skyndilega fimm mörk í röð frá gestunum sem náðu þriggja marka forskoti. HK jafnaði metin og síðustu mínúturnar skiptust liðin á að skora, þegar mínúta var eftir kom Remigijus Cepulis heimamönnum yfir en Eymar Krüger jafnaði þegar tuttugu sekúndur voru til leiksloka. HK fór í síðustu sókn leiksins en hún rann út í sandinn og úrslitin 27-27. "Ég er alveg langt frá því að vera sáttur við þessi úrslit. Fylkir var ekkert að spila vel en við vorum algjörir klaufar að ná ekki að nýta okkur það og sigra þennan leik, við áttum að klára þetta í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var hrikalegur og varnarleikurinn var eiginlega ekki til staðar," sagði Arnar Reynisson, markvörður HK, eftir leikinn en hann varði fimmtán skot. Hlynur Morthens í marki Fylkis varði nítján. Heimir Örn Árnason var í aðalhlutverki hjá Fylki að vanda en hann skoraði sex mörk, Remigijus Cepulis skoraði mest fyrir HK eða átta mörk. Eftir þessi úrslit eru Fylkismenn komnir upp í þriðja sæti deildarinnar en hafa reyndar leikið fleiri leiki en liðin á eftir. Barátta HK-inga fyrir því að ná að enda í efri hlutanum heldur áfram en liðið er í níunda sæti en kringum þá er pakkinn mjög þéttur.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti