Keane og Wenger til Real? 11. desember 2005 15:18 Nú virðist fara að draga til tíðinda hjá Real Madrid sem er í þjálfaraleit eftir að brasilíski knattspyrnustjórinn Wanderley Luxemburgo var rekinn um síðustu helgi. Fréttir frá Spáni herma nú að Madridarfélagið ætli að bjóða Arsene Wenger, stjóra Arsenal, 15 milljónir punda fyrir að taka við liðinu með 3 ára samningi. Þá herma fregnir einnig að Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man Utd hafi gengist undir læknisskoðum hjá Real Madrid í gær og gengið verði frá samningi við hann eftir helgina. Varaforseti Real Madrid, Emilio Butragueno mun ætla að hitta David Dean stjórnarformann Arsenal í Sviss næsta föstudag þegar dregið verður í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar og ræða mál Wenger. Sumir fjölmiðlar segja að Madridar-risinn muni ganga frá ráðningu á Wenger nú strax í desember á meðan aðrir segja að það gerist ekki fyrr en í sumar. Almennt er þó talið að Real Madrid hafi einfaldlega ekki efni á því að bíða svo lengi og muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að landa franska knattspyrnustjóranum sem fyrst en Florentino Perez, eigandi Real hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á Wenger. Hvað Roy Keane varðar þá hafa Celtic, Everton, Bolton, Middlesbrough og Juventus verið orðuð við miðjumanninn öfluga síðan samningi hans hjá Man Utd var rift í lok nóvember en flest bendir nú til þess að hann muni fara til Spánar ef marka má fréttir helgarinnar úr erlendum fréttamiðlum. Keane er í spænskum fjölmiðlum í dag sagður hafa gengist undir læknisskoðum hjá Real Madrid í gær og mun félagið ganga frá samningi við hann eftir helgina. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sjá meira
Nú virðist fara að draga til tíðinda hjá Real Madrid sem er í þjálfaraleit eftir að brasilíski knattspyrnustjórinn Wanderley Luxemburgo var rekinn um síðustu helgi. Fréttir frá Spáni herma nú að Madridarfélagið ætli að bjóða Arsene Wenger, stjóra Arsenal, 15 milljónir punda fyrir að taka við liðinu með 3 ára samningi. Þá herma fregnir einnig að Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man Utd hafi gengist undir læknisskoðum hjá Real Madrid í gær og gengið verði frá samningi við hann eftir helgina. Varaforseti Real Madrid, Emilio Butragueno mun ætla að hitta David Dean stjórnarformann Arsenal í Sviss næsta föstudag þegar dregið verður í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar og ræða mál Wenger. Sumir fjölmiðlar segja að Madridar-risinn muni ganga frá ráðningu á Wenger nú strax í desember á meðan aðrir segja að það gerist ekki fyrr en í sumar. Almennt er þó talið að Real Madrid hafi einfaldlega ekki efni á því að bíða svo lengi og muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að landa franska knattspyrnustjóranum sem fyrst en Florentino Perez, eigandi Real hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á Wenger. Hvað Roy Keane varðar þá hafa Celtic, Everton, Bolton, Middlesbrough og Juventus verið orðuð við miðjumanninn öfluga síðan samningi hans hjá Man Utd var rift í lok nóvember en flest bendir nú til þess að hann muni fara til Spánar ef marka má fréttir helgarinnar úr erlendum fréttamiðlum. Keane er í spænskum fjölmiðlum í dag sagður hafa gengist undir læknisskoðum hjá Real Madrid í gær og mun félagið ganga frá samningi við hann eftir helgina.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sjá meira