Handtekin vegna sprengjuhótunar 5. ágúst 2005 00:01 Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Málið leystist hratt og örugglega að sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur staðgengils sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og telst nú upplýst og hefur konunni verið sleppt úr haldi. Konan hringdi úr farsíma sínum í 112 og sagði að sprengja væri í flugstöðinni. Þá var klukkan rúmlega 20 mínútur gengin í fimm. Sýslumannsembættið var strax látið vita og tíu mínútum síðar höfðu verið gerðar ráðstafanir í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir. Voru lögregla, starfsmenn tollsins og öryggisdeild sýslumannsembættisins sett í að leita hver á sínu svæði. Einnig voru morgunvaktirnar kallaðar út fyrr. Leitin stóð í um þrjá stundarfjórðunga, en að þeim tíma liðnum hafði verið gengið úr skugga um að um gabb væri að ræða. Rannsókn var þegar hafin á málinu og komst lögreglan fljótlega á spor konunnar með því að rekja símtalið. Lögreglan hóf þegar leit að henni í nokkrum sveitarfélögum eftir að handtökuskipun hafði verið gefin út og fljótlega kom upp grunur um að konan væri stödd á Akureyri þar sem hennar var leitað á gistiheimili. Hún fannst fljótlega og var færð til yfirheyrslu þar sem atvik skýrðust. Konan hefur áður komið við sögu lögreglu. Hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, hefur verið svipt sjálfræði og óljóst er hvort hún reynist sakhæf. Ellisif Tinna segir að grennslast verði fyrir um það í samstarfi við Ríkissaksóknara eftir helgi. Ekki sé alltaf borðleggjandi um sakhæfi fólks, jafnvel þó það hafi verið svipt sjálfræði. "Sprengjuhótun er alltaf alvarlegt mál. En núna, þegar staðan í heiminum er eins og raun ber vitni, þá er þetta enn alvarlegra en ella. Þeir sem fremja slíkt afbrot geta átt á hættu fangelsisvist allt að þremur áruml," segir Ellisif Tinna og þakkar Lögreglunni í Reykjavík, Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra og Lögreglunni á Akureyri fyrir að hafa greitt fyrir úrlausn málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Málið leystist hratt og örugglega að sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur staðgengils sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og telst nú upplýst og hefur konunni verið sleppt úr haldi. Konan hringdi úr farsíma sínum í 112 og sagði að sprengja væri í flugstöðinni. Þá var klukkan rúmlega 20 mínútur gengin í fimm. Sýslumannsembættið var strax látið vita og tíu mínútum síðar höfðu verið gerðar ráðstafanir í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir. Voru lögregla, starfsmenn tollsins og öryggisdeild sýslumannsembættisins sett í að leita hver á sínu svæði. Einnig voru morgunvaktirnar kallaðar út fyrr. Leitin stóð í um þrjá stundarfjórðunga, en að þeim tíma liðnum hafði verið gengið úr skugga um að um gabb væri að ræða. Rannsókn var þegar hafin á málinu og komst lögreglan fljótlega á spor konunnar með því að rekja símtalið. Lögreglan hóf þegar leit að henni í nokkrum sveitarfélögum eftir að handtökuskipun hafði verið gefin út og fljótlega kom upp grunur um að konan væri stödd á Akureyri þar sem hennar var leitað á gistiheimili. Hún fannst fljótlega og var færð til yfirheyrslu þar sem atvik skýrðust. Konan hefur áður komið við sögu lögreglu. Hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, hefur verið svipt sjálfræði og óljóst er hvort hún reynist sakhæf. Ellisif Tinna segir að grennslast verði fyrir um það í samstarfi við Ríkissaksóknara eftir helgi. Ekki sé alltaf borðleggjandi um sakhæfi fólks, jafnvel þó það hafi verið svipt sjálfræði. "Sprengjuhótun er alltaf alvarlegt mál. En núna, þegar staðan í heiminum er eins og raun ber vitni, þá er þetta enn alvarlegra en ella. Þeir sem fremja slíkt afbrot geta átt á hættu fangelsisvist allt að þremur áruml," segir Ellisif Tinna og þakkar Lögreglunni í Reykjavík, Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra og Lögreglunni á Akureyri fyrir að hafa greitt fyrir úrlausn málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira