
Innlent
Mótmælendur látnir lausir
Þrettán mótmælendur, sem handteknir voru á byggingarsvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í fyrradag, voru látnir lausir laust eftir miðnætti í fyrrinótt að sögn lögreglu á Eskifirði. Fólkið var flutt að Vaði í Skriðdal eftir að það var látið laust en þar hafa mótmælendur aðsetur eftir að þeim var vísað frá tjaldbúðum sínum við Kárahnjúkavirkjun í síðustu viku. Alcoa hefur ákveðið að kæra ekki mótmælendur. Málið er í rannsókn og ekki er ljóst hvort eftirmálar hljótast af því.