Greiða kostnað vegna kynsjúkdóma 12. september 2005 00:01 Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara. Í Sjómannalögum segir að ef skipverji, sem er heimilisfastur á Íslandi, sé haldinn berklum eða kynsjúkdómi greiði ríkissjóður kostnað við umönnun og heimferð skipverjans. Sjómennskan er ekkert grín og hafa sjómannsins ástir og ævintýr orðið mörgum yrkisefni og einhverra hluta vegna er í því sambandi iðulega minnst á kærustur í hverri höfn. Erfitt er að segja til um hvort umrætt lagaákvæði hafa eitthvað með þá þjóðsögu að gera að sjómenn séu fjölþreifnari en til dæmis tannlæknar eða kennarar. Að sögn Helga Jóhannessonar, lögfræðings hjá Siglingastofnun, er þetta gamalt lagaákvæði, tekið beint úr dönskum lögum þar sem það er enn í gildi líkt og hér og svo hefur verið a.m.k frá því á fyrri hluta síðustu aldar. Það er á huldu af hverju kynsjúkdómar eru tilteknir sérstaklega, en Helgi segist geta sér til um að það sé vegna þess að á árum áður hafi kynsjúkdómar grasserað og dregið menn til dauða. Minnugustu menn segjast ekki muna til þess að á þetta lagaákvæði hafi reynt og litlar líkur eru á að það verði í bráð. Það á eingöngu við um sjómenn á íslenskum skipum sem orðin eru fá í alþjóðasiglingum. Til dæmis er allur floti Eimskipa og Samskipa skráður erlendis. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort jafnræðisregla stjórnsýslulaga sem kveður á um að óheimilit sé að mismuna aðilum við úrlausn mála, meðal annars á grundvelli þjóðfélagsstöðu, geri það að verkum að það sama gildi um alla Íslendinga sem næla sér í kynsjúkdóm í útlöndum. Hvort ríkissjóði beri ekki að greiða kostnað við umönnun þeirra og ferðina heim. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu er það þó ekki svo gott. Aðstoðarmaður ráðherra segir að um sérlög sé að ræða sem eingöngu taki til sjómanna líkt og ákvæði um sjómannaafslátt sem ekki verða túlkuð yfir aðrar stéttir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara. Í Sjómannalögum segir að ef skipverji, sem er heimilisfastur á Íslandi, sé haldinn berklum eða kynsjúkdómi greiði ríkissjóður kostnað við umönnun og heimferð skipverjans. Sjómennskan er ekkert grín og hafa sjómannsins ástir og ævintýr orðið mörgum yrkisefni og einhverra hluta vegna er í því sambandi iðulega minnst á kærustur í hverri höfn. Erfitt er að segja til um hvort umrætt lagaákvæði hafa eitthvað með þá þjóðsögu að gera að sjómenn séu fjölþreifnari en til dæmis tannlæknar eða kennarar. Að sögn Helga Jóhannessonar, lögfræðings hjá Siglingastofnun, er þetta gamalt lagaákvæði, tekið beint úr dönskum lögum þar sem það er enn í gildi líkt og hér og svo hefur verið a.m.k frá því á fyrri hluta síðustu aldar. Það er á huldu af hverju kynsjúkdómar eru tilteknir sérstaklega, en Helgi segist geta sér til um að það sé vegna þess að á árum áður hafi kynsjúkdómar grasserað og dregið menn til dauða. Minnugustu menn segjast ekki muna til þess að á þetta lagaákvæði hafi reynt og litlar líkur eru á að það verði í bráð. Það á eingöngu við um sjómenn á íslenskum skipum sem orðin eru fá í alþjóðasiglingum. Til dæmis er allur floti Eimskipa og Samskipa skráður erlendis. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort jafnræðisregla stjórnsýslulaga sem kveður á um að óheimilit sé að mismuna aðilum við úrlausn mála, meðal annars á grundvelli þjóðfélagsstöðu, geri það að verkum að það sama gildi um alla Íslendinga sem næla sér í kynsjúkdóm í útlöndum. Hvort ríkissjóði beri ekki að greiða kostnað við umönnun þeirra og ferðina heim. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu er það þó ekki svo gott. Aðstoðarmaður ráðherra segir að um sérlög sé að ræða sem eingöngu taki til sjómanna líkt og ákvæði um sjómannaafslátt sem ekki verða túlkuð yfir aðrar stéttir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira