Innlent

Bessi Bjarnason látinn

Bessi Bjarnason leikari lést í gær, 75 ára að aldri. Bessi fæddist 5. september árið 1930 í Reykjavík. Hann lauk prófi frá leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1952 og var hann lengst af sínum starfsferli fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið, þar sem hann lék vel yfir tvö hundruð hlutverk. Einnig lék hann í fjölmörgum útvarpsleikritum og kvikmyndum en eflaust minnast flestir hans þó fyrir hlutverk Mikka refs í barnaleikritinu Dýrin í Hálsaskógi. Hann var heiðursfélagi í Félagi íslenska leikara. Eftirlifandi eiginkona Bessa er Margrét Guðmundsdóttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×