Detroit 2 - Indiana 2 16. maí 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons voru komnir í erfiða stöðu í einvíginu við Indiana í gær og þurftu því ekki frekari hvatningu til að leggja heimamenn að velli 89-76. Meistararnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og hafa unnið heimavallarréttinn til baka í rimmunni, en þeir fengu þó nokkra hjálp frá liði Indiana í gær. Indiana hitti skelfilega í leiknum í gær og það var fyrst og fremst léleg hittni sem kom í veg fyrir sigur þeirra gær, sem hefði fært þeim mikla yfirburði í einvíginu. Í stað þess efndu meistararnir loforð sitt um að snúa aftur til Detroit í stöðunni 2-2. "Þetta er frábært einvígi, en pressan er alltaf á okkur, við erum meistararnir," sagði Chauncey Billups, sem var stigahæstur á vellinum með 29 stig. "Þeir náðu smá áhlaupi í þriðja leikhlutanum, en ég reyndi að vera grimmur í sóknarleiknum og það dreif strákana með," sagði hann. "Ég var hræðilegur í kvöld og það gekk ekkert upp hjá mér," sagði Jermaine O´Neal og var nálægt því að hitta naglann á höfuðið, því hann er með 23% skotnýtingu í síðustu tveimur leikjum Indiana. "Ég trúin hinsvegar að þetta komi hjá mér og ég fari að hitta aftur. Allt fer í hringi í þessu lífi - líka körfuboltinn," sagði hann heimsspekislega. Kannski að það hafi meira að segja að hann er að leika tognaður á öxl og getur ekki beitt sér nálægt eðlilegri getu. "Þegar lið keppa svona oft fara þau fljótlega að finna inná hvert annað og ég vona að við séum farnir að bregðast rétt við þeim. Það sýndi sig í kvöld að við náðum að halda aftur af þeim varnarlega og það skilaði sér í sigri," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 29 stig (6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (12 frák, 5 varin), Rip Hamilton 13 stig (7 stoðs, 5 frák), Antonio McDyess 12 stig (6 frák), Tayshaun Prince 7 stig (10 frák), Ben Wallace 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 23 stig, Jamaal Tinsley 17 stig, Jermaine O´Neal 10 stig (13 frák), Reggie Miller 7 stig, Dale Davis 6 stig, James Jones 5 stig (6 frák). NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons voru komnir í erfiða stöðu í einvíginu við Indiana í gær og þurftu því ekki frekari hvatningu til að leggja heimamenn að velli 89-76. Meistararnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og hafa unnið heimavallarréttinn til baka í rimmunni, en þeir fengu þó nokkra hjálp frá liði Indiana í gær. Indiana hitti skelfilega í leiknum í gær og það var fyrst og fremst léleg hittni sem kom í veg fyrir sigur þeirra gær, sem hefði fært þeim mikla yfirburði í einvíginu. Í stað þess efndu meistararnir loforð sitt um að snúa aftur til Detroit í stöðunni 2-2. "Þetta er frábært einvígi, en pressan er alltaf á okkur, við erum meistararnir," sagði Chauncey Billups, sem var stigahæstur á vellinum með 29 stig. "Þeir náðu smá áhlaupi í þriðja leikhlutanum, en ég reyndi að vera grimmur í sóknarleiknum og það dreif strákana með," sagði hann. "Ég var hræðilegur í kvöld og það gekk ekkert upp hjá mér," sagði Jermaine O´Neal og var nálægt því að hitta naglann á höfuðið, því hann er með 23% skotnýtingu í síðustu tveimur leikjum Indiana. "Ég trúin hinsvegar að þetta komi hjá mér og ég fari að hitta aftur. Allt fer í hringi í þessu lífi - líka körfuboltinn," sagði hann heimsspekislega. Kannski að það hafi meira að segja að hann er að leika tognaður á öxl og getur ekki beitt sér nálægt eðlilegri getu. "Þegar lið keppa svona oft fara þau fljótlega að finna inná hvert annað og ég vona að við séum farnir að bregðast rétt við þeim. Það sýndi sig í kvöld að við náðum að halda aftur af þeim varnarlega og það skilaði sér í sigri," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 29 stig (6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (12 frák, 5 varin), Rip Hamilton 13 stig (7 stoðs, 5 frák), Antonio McDyess 12 stig (6 frák), Tayshaun Prince 7 stig (10 frák), Ben Wallace 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 23 stig, Jamaal Tinsley 17 stig, Jermaine O´Neal 10 stig (13 frák), Reggie Miller 7 stig, Dale Davis 6 stig, James Jones 5 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira