Lífið

Ólafur Ragnar kominn til Kína

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er kominn til Kína í fimm daga opinbera heimsókn í boði Hu Jintao, forseta Kína. Boeing 747 flugvél frá Atlanta lenti með forsetann og 160 manna viðskiptasendinefnd á Peking-flugvelli um kl 14 að staðartíma. Eiður Guðnason, sendiherra Íslands í Kína tók á móti forsetanum. Zhang Yesui, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, sem annast m.a. Evrópumál, tók á móti forsetanum á flugvellinum í Peking. Með Ólafi Ragnari í för eru um 200 fulltrúar rúmlega 100 fyrirtækja og á morgun verður haldið sérstakt málþing um viðskipti í Kína Ólafur Ragnar mun eiga viðræður við Hu Jintao, forseta Kína síðdegis á morgun.
MYND/HThorst





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.