Göngubrúin er slysagildra 27. október 2005 03:15 Göng undir Snorrabraut. Það er ekki heiglum hent að fara göngin undir Snorrabraut og varla fært þegar degi tekur að halla. Þó bílaumferð sé farin að renna hnökralítið um Hringbraut og Snorrabraut eiga fótgangandi og ekki síður hjólandi vegfarendur enn afar erfitt með að komast leiðar sinnar á þessu svæði. Örðugast er þó sennilegast fyrir þá sem vilja komast yfir Hringbrautina nálægt gatnamótunum við Njarðargötu. Annað hvort verður að leita lags og skjótast yfir hinar fjölmörgu akreinar Hringbrautarinnar eða að reyna að komast yfir göngubrúna, sem liggur þarna í tígulegum boga yfir götuna. Síðari kosturinn gæti þó reynst hættulegri, sér í lagi ef farið væri á nokkurri ferð á hjóli yfir brúna þar sem norðurendi hennar endar í nokkurri hæð yfir jörðu. Vegfarendur með barnavagna komast því alls ekki yfir brúna. Þegar blaðamaður var á vettvangi var ekkert að sjá sem gerði vegfarendum viðvart um að þessi endi brúarinnar er hærri en hinn. Engin hætta er þó á að vegfarendur slysist upp á brúna yfir Njarðargötu því þar eru báðir endar enn hátt á lofti. Það er heldur ekki heiglum hent að komast yfir Snorrabraut við gatnamót Hringbrautar. Þar geta reyndar fótfráir brugðið sér í göngin undir götuna en þau geta verið torfarin þegar birtu fer að halla. Til þess er jarðvegurinn allt of ójafn og leiðin ógreið. Til að mynda liggja spýtur, tæki og tól hér og þar sem erfitt getur verið að varast í myrkri. Að sögn Hrólfs Jónssonar, sviðsstjóra framkvæmdasviðs borgarinnar, er stefnt að því að framkvæmdum við undirgöngin og göngubrýrnar ljúki um miðjan desember. Borgarstjórn Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þó bílaumferð sé farin að renna hnökralítið um Hringbraut og Snorrabraut eiga fótgangandi og ekki síður hjólandi vegfarendur enn afar erfitt með að komast leiðar sinnar á þessu svæði. Örðugast er þó sennilegast fyrir þá sem vilja komast yfir Hringbrautina nálægt gatnamótunum við Njarðargötu. Annað hvort verður að leita lags og skjótast yfir hinar fjölmörgu akreinar Hringbrautarinnar eða að reyna að komast yfir göngubrúna, sem liggur þarna í tígulegum boga yfir götuna. Síðari kosturinn gæti þó reynst hættulegri, sér í lagi ef farið væri á nokkurri ferð á hjóli yfir brúna þar sem norðurendi hennar endar í nokkurri hæð yfir jörðu. Vegfarendur með barnavagna komast því alls ekki yfir brúna. Þegar blaðamaður var á vettvangi var ekkert að sjá sem gerði vegfarendum viðvart um að þessi endi brúarinnar er hærri en hinn. Engin hætta er þó á að vegfarendur slysist upp á brúna yfir Njarðargötu því þar eru báðir endar enn hátt á lofti. Það er heldur ekki heiglum hent að komast yfir Snorrabraut við gatnamót Hringbrautar. Þar geta reyndar fótfráir brugðið sér í göngin undir götuna en þau geta verið torfarin þegar birtu fer að halla. Til þess er jarðvegurinn allt of ójafn og leiðin ógreið. Til að mynda liggja spýtur, tæki og tól hér og þar sem erfitt getur verið að varast í myrkri. Að sögn Hrólfs Jónssonar, sviðsstjóra framkvæmdasviðs borgarinnar, er stefnt að því að framkvæmdum við undirgöngin og göngubrýrnar ljúki um miðjan desember.
Borgarstjórn Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira