Göngubrúin er slysagildra 27. október 2005 03:15 Göng undir Snorrabraut. Það er ekki heiglum hent að fara göngin undir Snorrabraut og varla fært þegar degi tekur að halla. Þó bílaumferð sé farin að renna hnökralítið um Hringbraut og Snorrabraut eiga fótgangandi og ekki síður hjólandi vegfarendur enn afar erfitt með að komast leiðar sinnar á þessu svæði. Örðugast er þó sennilegast fyrir þá sem vilja komast yfir Hringbrautina nálægt gatnamótunum við Njarðargötu. Annað hvort verður að leita lags og skjótast yfir hinar fjölmörgu akreinar Hringbrautarinnar eða að reyna að komast yfir göngubrúna, sem liggur þarna í tígulegum boga yfir götuna. Síðari kosturinn gæti þó reynst hættulegri, sér í lagi ef farið væri á nokkurri ferð á hjóli yfir brúna þar sem norðurendi hennar endar í nokkurri hæð yfir jörðu. Vegfarendur með barnavagna komast því alls ekki yfir brúna. Þegar blaðamaður var á vettvangi var ekkert að sjá sem gerði vegfarendum viðvart um að þessi endi brúarinnar er hærri en hinn. Engin hætta er þó á að vegfarendur slysist upp á brúna yfir Njarðargötu því þar eru báðir endar enn hátt á lofti. Það er heldur ekki heiglum hent að komast yfir Snorrabraut við gatnamót Hringbrautar. Þar geta reyndar fótfráir brugðið sér í göngin undir götuna en þau geta verið torfarin þegar birtu fer að halla. Til þess er jarðvegurinn allt of ójafn og leiðin ógreið. Til að mynda liggja spýtur, tæki og tól hér og þar sem erfitt getur verið að varast í myrkri. Að sögn Hrólfs Jónssonar, sviðsstjóra framkvæmdasviðs borgarinnar, er stefnt að því að framkvæmdum við undirgöngin og göngubrýrnar ljúki um miðjan desember. Borgarstjórn Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Þó bílaumferð sé farin að renna hnökralítið um Hringbraut og Snorrabraut eiga fótgangandi og ekki síður hjólandi vegfarendur enn afar erfitt með að komast leiðar sinnar á þessu svæði. Örðugast er þó sennilegast fyrir þá sem vilja komast yfir Hringbrautina nálægt gatnamótunum við Njarðargötu. Annað hvort verður að leita lags og skjótast yfir hinar fjölmörgu akreinar Hringbrautarinnar eða að reyna að komast yfir göngubrúna, sem liggur þarna í tígulegum boga yfir götuna. Síðari kosturinn gæti þó reynst hættulegri, sér í lagi ef farið væri á nokkurri ferð á hjóli yfir brúna þar sem norðurendi hennar endar í nokkurri hæð yfir jörðu. Vegfarendur með barnavagna komast því alls ekki yfir brúna. Þegar blaðamaður var á vettvangi var ekkert að sjá sem gerði vegfarendum viðvart um að þessi endi brúarinnar er hærri en hinn. Engin hætta er þó á að vegfarendur slysist upp á brúna yfir Njarðargötu því þar eru báðir endar enn hátt á lofti. Það er heldur ekki heiglum hent að komast yfir Snorrabraut við gatnamót Hringbrautar. Þar geta reyndar fótfráir brugðið sér í göngin undir götuna en þau geta verið torfarin þegar birtu fer að halla. Til þess er jarðvegurinn allt of ójafn og leiðin ógreið. Til að mynda liggja spýtur, tæki og tól hér og þar sem erfitt getur verið að varast í myrkri. Að sögn Hrólfs Jónssonar, sviðsstjóra framkvæmdasviðs borgarinnar, er stefnt að því að framkvæmdum við undirgöngin og göngubrýrnar ljúki um miðjan desember.
Borgarstjórn Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira