Fjórir bílar ultu út af Reykjanesbrautinni á milli Voga og Straums, með skömmu millibili upp úr klukkan sjö í morgun þegar ísing myndaðist óvænt á brautinni. Aðeins einn maður meiddist lítillega og var fluttur á slysadeild Borgarspítalans en mikið eignatjón varð.
Kranabíla þurfti til að fjarlægja alla bílana. Lögreglan bendir ökumönnum á að skoða hitaskilti Vegagerðarinnar áður en lagt er á brautina og búa sig undir hálku ef hitastigið hleypur á nokkrum gráðum í kringum frostmarkið.