Ísland ætlar í öryggisráðið 28. júní 2005 00:01 Forsætisráðherra Íslands staðfesti á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna að Ísland myndi sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hætti Ísland við gætu Norðurlöndin orðið atkvæðalaus í ráðinu í sex ár. Á árlegum sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna á suðurhluta Fjóns í Danmörku kom meðal annars til umræðu hugsanleg aðild Íslands að öryggisráðinu. Ákvörðunin um að sækjast eftir setu í ráðinu var tekin fyrir nokkrum árum. Málið fór fyrir utanríkismálanefnd Alþingis og var samþykkt í ríkisstjórn. Nú er staðan hins vegar sú að þrjú lönd sækjast eftir tveimur lausum sætum: Ísland, Austurríki og Tyrkland. Það þýðir að Ísland þarf að fara í kostnaðarsamt framboð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir eðlilegt að fram fari endurmat á stöðunni sem nú sé verið að gera. „En engin ný ákvörðun hefur verið tekin þannig að sú gamla stendur,“ segir Halldór. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist telja sig geta fullyrt fyrir hönd allra Norðurlandaþjóðanna að þær muni styðja framboð Íslendinga. „Íslendingar ákveða auðvitað sjálfir hvort þeir bjóða sig fram en Halldór Ásgrímsson sagði okkur í dag að ákvörðun Íslendinga standi enn og vinaþjóðirnar munu standa við sitt,“ segir Rasmussen. Danmörk er nú fulltrúi Norðurlanda í öryggisráðinu í fjórða sinn frá árinu 1953. Norðurlönd hafa átt sæti í ráðinu í tvö ár og setið hjá næstu tvö ár á eftir. Danmörk situr því út næsta ár, Norðurlönd sitja hjá 2007 og 2008 og Ísland yrði rödd þeirra í ráðinu 2009 og 2010. Hætti Ísland við framboðið gætu Norðurlönd því orðið atkvæðalaus í öryggisráðinu í sex ár. Það kom skýrt fram á fundi norrænu forsætisráðherranna í gær að í norrænu samstarfi eru málefni Sameinuðu þjóðanna mikilvæg. Halldór segir að allir hafi verið sammála um að það skipti miklu máli að endurskoða og endurbæta Sameinuðu þjóðirnar og að Norðurlandaþjóðirnar tækju virkan þátt í því samstarfi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands staðfesti á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna að Ísland myndi sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hætti Ísland við gætu Norðurlöndin orðið atkvæðalaus í ráðinu í sex ár. Á árlegum sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna á suðurhluta Fjóns í Danmörku kom meðal annars til umræðu hugsanleg aðild Íslands að öryggisráðinu. Ákvörðunin um að sækjast eftir setu í ráðinu var tekin fyrir nokkrum árum. Málið fór fyrir utanríkismálanefnd Alþingis og var samþykkt í ríkisstjórn. Nú er staðan hins vegar sú að þrjú lönd sækjast eftir tveimur lausum sætum: Ísland, Austurríki og Tyrkland. Það þýðir að Ísland þarf að fara í kostnaðarsamt framboð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir eðlilegt að fram fari endurmat á stöðunni sem nú sé verið að gera. „En engin ný ákvörðun hefur verið tekin þannig að sú gamla stendur,“ segir Halldór. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist telja sig geta fullyrt fyrir hönd allra Norðurlandaþjóðanna að þær muni styðja framboð Íslendinga. „Íslendingar ákveða auðvitað sjálfir hvort þeir bjóða sig fram en Halldór Ásgrímsson sagði okkur í dag að ákvörðun Íslendinga standi enn og vinaþjóðirnar munu standa við sitt,“ segir Rasmussen. Danmörk er nú fulltrúi Norðurlanda í öryggisráðinu í fjórða sinn frá árinu 1953. Norðurlönd hafa átt sæti í ráðinu í tvö ár og setið hjá næstu tvö ár á eftir. Danmörk situr því út næsta ár, Norðurlönd sitja hjá 2007 og 2008 og Ísland yrði rödd þeirra í ráðinu 2009 og 2010. Hætti Ísland við framboðið gætu Norðurlönd því orðið atkvæðalaus í öryggisráðinu í sex ár. Það kom skýrt fram á fundi norrænu forsætisráðherranna í gær að í norrænu samstarfi eru málefni Sameinuðu þjóðanna mikilvæg. Halldór segir að allir hafi verið sammála um að það skipti miklu máli að endurskoða og endurbæta Sameinuðu þjóðirnar og að Norðurlandaþjóðirnar tækju virkan þátt í því samstarfi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira