Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 21:01 Félagar í Fisfélagi nýttu daginn í dag til að koma við á Hafravatni. Þar var líka fólk sem ferðast víða um heim til að skauta í náttúrulegum aðstæðum. Vísir/Einar Stórkostlegar aðstæður hafa skapast í frostinu til skautaiðkunar og fluglendingar á Hafravatni. Félagar í Fisfélagi Reykjavíkur nýttu aðstæðurnar í dag til að æfa sig á meðan skautafólk lék sér á ísnum. Flugmenn í Fisfélagi Reykjavíkur nýttu góðar aðstæður á Hafravatni í dag og æfðu lendingu og flugtak á ísi lögðu vatninu. Flugmenn Fisfélag Reykjavíkur lentu á Hafravatni í dag.Vísir/Einar Óli Öder meðlimur í félaginu segir að vatnið sé oft notað af félagsmönnum þegar aðstæður henta. „Við erum Íslendingar og þá verðum við að prófa við að lenda á ís. Nú eru kjöraðstæður, ísinn er 10-15 sentimetra þykkur og þolir þar að leiðandi um þriggja tonna þyngd. Við mældum þykktina í gær,“ segir Óli. Hann segir að sjaldan skapist aðstæður eins og í dag þar sem ísinn er nánast spegilsléttur því frosið hefur á vatninu í logni. Óli Öder meðlimur í Fisfélagi Reykjavíkur lenti á Hafravatni í dag.Vísir/Einar „Við gátum leikið okkur á ísnum í dag vegna frábærra aðstæðna og keyrðum í hringi á vélunum,“ segir Óli. Náttúruskautafólk nýtti sér aðstæðurnar Á svellinu var líka fólk sem fer víða um heim til að skauta í náttúrulegum aðstæðum. Í þeirra hópi var Ari Hultqvist sem er skautakennari hjá sænska ferðafélaginu. Hann kom ásamt félögum sínum í vikunni til landsins því veðurspá til skautaiðkunnar var með besta móti í frostinu síðustu daga. Hópurinn var búinn að skauta á vötnum og sjó við Stokkseyri, Sólheimalón, Kerið, , Elliðavatn, Reynisfjöru og Apavatn. Ari vill gjarnan halda skautanámskeið fyrir náttúruunnendur hér á landi. „Ég held reglulega námskeið á öllum stigum. Nú síðast í Finnlandi. Mig langar að halda námskeið hér á landinu. Ég skautaði samtals um fjögur þúsund kílómetra á síðasta ári sem fáir hafa leikið eftir,“ Ari segir að við náttúrulegar aðstæður sé mikilvægt að vera með réttan búnað ef svo illa fer að ísinn gefur sig. Ari Hultqvist skautakennari hjá Sænska ferðafélaginu vill kenna Íslendingum að skauta út í náttúrunni.Vísir/Einar „Við erum alltaf með öryggisbúnað með okkur þannig að ef við lendum í sjó eða vatni þá fljótum við hálf upp úr en sökkvum ekki alveg. Þá erum við með línu sem hægt er að kasta upp úr,“ segir Ari. Skautaíþróttir Fréttir af flugi Mosfellsbær Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Flugmenn í Fisfélagi Reykjavíkur nýttu góðar aðstæður á Hafravatni í dag og æfðu lendingu og flugtak á ísi lögðu vatninu. Flugmenn Fisfélag Reykjavíkur lentu á Hafravatni í dag.Vísir/Einar Óli Öder meðlimur í félaginu segir að vatnið sé oft notað af félagsmönnum þegar aðstæður henta. „Við erum Íslendingar og þá verðum við að prófa við að lenda á ís. Nú eru kjöraðstæður, ísinn er 10-15 sentimetra þykkur og þolir þar að leiðandi um þriggja tonna þyngd. Við mældum þykktina í gær,“ segir Óli. Hann segir að sjaldan skapist aðstæður eins og í dag þar sem ísinn er nánast spegilsléttur því frosið hefur á vatninu í logni. Óli Öder meðlimur í Fisfélagi Reykjavíkur lenti á Hafravatni í dag.Vísir/Einar „Við gátum leikið okkur á ísnum í dag vegna frábærra aðstæðna og keyrðum í hringi á vélunum,“ segir Óli. Náttúruskautafólk nýtti sér aðstæðurnar Á svellinu var líka fólk sem fer víða um heim til að skauta í náttúrulegum aðstæðum. Í þeirra hópi var Ari Hultqvist sem er skautakennari hjá sænska ferðafélaginu. Hann kom ásamt félögum sínum í vikunni til landsins því veðurspá til skautaiðkunnar var með besta móti í frostinu síðustu daga. Hópurinn var búinn að skauta á vötnum og sjó við Stokkseyri, Sólheimalón, Kerið, , Elliðavatn, Reynisfjöru og Apavatn. Ari vill gjarnan halda skautanámskeið fyrir náttúruunnendur hér á landi. „Ég held reglulega námskeið á öllum stigum. Nú síðast í Finnlandi. Mig langar að halda námskeið hér á landinu. Ég skautaði samtals um fjögur þúsund kílómetra á síðasta ári sem fáir hafa leikið eftir,“ Ari segir að við náttúrulegar aðstæður sé mikilvægt að vera með réttan búnað ef svo illa fer að ísinn gefur sig. Ari Hultqvist skautakennari hjá Sænska ferðafélaginu vill kenna Íslendingum að skauta út í náttúrunni.Vísir/Einar „Við erum alltaf með öryggisbúnað með okkur þannig að ef við lendum í sjó eða vatni þá fljótum við hálf upp úr en sökkvum ekki alveg. Þá erum við með línu sem hægt er að kasta upp úr,“ segir Ari.
Skautaíþróttir Fréttir af flugi Mosfellsbær Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira