Framsókn í miklum vanda 28. júní 2005 00:01 Framsóknarflokkurinn gæti tapað allt að helmingi þingmanna sinna ef kosið væri nú samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Könnunin var hluti af þjóðarpúlsi Gallup þar sem mæld var afstaða kjósenda til einstakra stjórnmálaflokka. Í könnuninni mældist Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósenta fylgi á landsvísu sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst í þjóðarpúlsi Gallup en flokkurinn hlaut 17,7 prósent atkvæða í kosningunum 2003 og 12 þingmenn kjörna. Þetta er sami fjöldi og flokkurinn fékk í kosningunum 1999 en flokkurinn tapaði 0,7 prósent atkvæða á milli þeirra kosninga. Úrtakið í könnun Gallup var 2.344 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall var 61 af hundraði en hafa ber í huga að mjög lítið úrtak er í hverju kjördæmi fyrir sig eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu. Slíkt getur skekkt áreiðanleika könnunarinnar. Hrun í norðausturkjördæmi Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær tapar flokkurinn rúmlega 20 prósentustigum í könnun Gallup í norðausturkjördæmi og tapar hann hvergi jafn miklu fylgi á landinu. Þar fékk hann fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum en samkvæmt könnun Gallup fengi hann einn kjördæmakjörinn þingmann í kjördæminu og hugsanlega uppbótarþingmann. Fréttablaðið hefur stuðst við útreikninga sérfræðings við forsendur á reiknuðum þingmannafjölda hvers kjördæmis en þar sem úrtak Gallup í hverju kjördæmi var mjög lítið getur verið um óáreiðanlegar tölur að ræða auk þess sem ekki eru bein áhrif á milli fylgis flokkanna og þingmannafjölda í hverju kjördæmi. Fylgi í öðrum kjördæmum getur haft þar mikil áhrif og hefur haft það, til að mynda í síðustu þingkosningum. Forsætisráðherra af þingi Samkvæmt könnuninni myndi flokkurinn einnig missa tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður en þar eru fyrir Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, og Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Sama á við um Reykjavíkurkjördæmi suður en Fréttablaðið sagði frá því um síðustu helgi að fylgi flokksins í kjördæminu væri langt fyrir neðan kjörfylgi og dygði líklega ekki til að flokkurinn fengi þar kjördæmakjörinn þingmann. Eina kjördæmið þar sem öruggt er að flokkurinn myndi halda sínum þingmanni væri suðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn héldi sínum eina þingmanni. Það kjördæmi þar sem flokkurinn tapar hvað minnstu fylgi hlutfallslega er hins vegar suðurkjördæmi þar sem Guðni Ágústsson hefur leitt lista framsóknarmanna. Mögulegt er þó að flokkurinn myndi tapa einum þingmanni þar þótt það sé ólíklegt og hann myndi að öllum líkindum fá uppbótarþingmann. Geta tapað helmingi þingmanna Mögulegt er að Framsóknarflokkurinn geti tapað helmingi þingmanna sinna miðað við könnun Gallup. Hér hafa þó aðrir þættir einnig áhrif svo sem fylgi annarra flokka og sérstaklega Frjálslynda flokksins en flokkurinn hefur nú þrjá þingmenn en fékk fjóra kjörna og mældist með tiltölulega lítið fylgi í könnuninni og aðeins 10,4 prósent í norðvesturkjördæmi. Það kjördæmi hefur verið sterkasta kjördæmi flokksins og hefur verið eina kjördæmið þar sem flokkurinn hefur fengið kjördæmakjörinn þingmann. Auk þess er ljóst að ákveðnar kjördæmabreytingar munu eiga sér stað með tilfærslu þingmanna milli kjördæma og er ekki tekið tillit til þess við útreikninga sem þessi samanburður nær til. Ekkert breytir þó því að Framsóknarflokkurinn er í sögulegri lægð og þarf mikið að breytast hjá flokknum til að hann nái kjörfylgi. Næsti þjóðarpúls Gallup verður birtur í byrjun júlí. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn gæti tapað allt að helmingi þingmanna sinna ef kosið væri nú samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Könnunin var hluti af þjóðarpúlsi Gallup þar sem mæld var afstaða kjósenda til einstakra stjórnmálaflokka. Í könnuninni mældist Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósenta fylgi á landsvísu sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst í þjóðarpúlsi Gallup en flokkurinn hlaut 17,7 prósent atkvæða í kosningunum 2003 og 12 þingmenn kjörna. Þetta er sami fjöldi og flokkurinn fékk í kosningunum 1999 en flokkurinn tapaði 0,7 prósent atkvæða á milli þeirra kosninga. Úrtakið í könnun Gallup var 2.344 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall var 61 af hundraði en hafa ber í huga að mjög lítið úrtak er í hverju kjördæmi fyrir sig eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu. Slíkt getur skekkt áreiðanleika könnunarinnar. Hrun í norðausturkjördæmi Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær tapar flokkurinn rúmlega 20 prósentustigum í könnun Gallup í norðausturkjördæmi og tapar hann hvergi jafn miklu fylgi á landinu. Þar fékk hann fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum en samkvæmt könnun Gallup fengi hann einn kjördæmakjörinn þingmann í kjördæminu og hugsanlega uppbótarþingmann. Fréttablaðið hefur stuðst við útreikninga sérfræðings við forsendur á reiknuðum þingmannafjölda hvers kjördæmis en þar sem úrtak Gallup í hverju kjördæmi var mjög lítið getur verið um óáreiðanlegar tölur að ræða auk þess sem ekki eru bein áhrif á milli fylgis flokkanna og þingmannafjölda í hverju kjördæmi. Fylgi í öðrum kjördæmum getur haft þar mikil áhrif og hefur haft það, til að mynda í síðustu þingkosningum. Forsætisráðherra af þingi Samkvæmt könnuninni myndi flokkurinn einnig missa tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður en þar eru fyrir Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, og Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Sama á við um Reykjavíkurkjördæmi suður en Fréttablaðið sagði frá því um síðustu helgi að fylgi flokksins í kjördæminu væri langt fyrir neðan kjörfylgi og dygði líklega ekki til að flokkurinn fengi þar kjördæmakjörinn þingmann. Eina kjördæmið þar sem öruggt er að flokkurinn myndi halda sínum þingmanni væri suðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn héldi sínum eina þingmanni. Það kjördæmi þar sem flokkurinn tapar hvað minnstu fylgi hlutfallslega er hins vegar suðurkjördæmi þar sem Guðni Ágústsson hefur leitt lista framsóknarmanna. Mögulegt er þó að flokkurinn myndi tapa einum þingmanni þar þótt það sé ólíklegt og hann myndi að öllum líkindum fá uppbótarþingmann. Geta tapað helmingi þingmanna Mögulegt er að Framsóknarflokkurinn geti tapað helmingi þingmanna sinna miðað við könnun Gallup. Hér hafa þó aðrir þættir einnig áhrif svo sem fylgi annarra flokka og sérstaklega Frjálslynda flokksins en flokkurinn hefur nú þrjá þingmenn en fékk fjóra kjörna og mældist með tiltölulega lítið fylgi í könnuninni og aðeins 10,4 prósent í norðvesturkjördæmi. Það kjördæmi hefur verið sterkasta kjördæmi flokksins og hefur verið eina kjördæmið þar sem flokkurinn hefur fengið kjördæmakjörinn þingmann. Auk þess er ljóst að ákveðnar kjördæmabreytingar munu eiga sér stað með tilfærslu þingmanna milli kjördæma og er ekki tekið tillit til þess við útreikninga sem þessi samanburður nær til. Ekkert breytir þó því að Framsóknarflokkurinn er í sögulegri lægð og þarf mikið að breytast hjá flokknum til að hann nái kjörfylgi. Næsti þjóðarpúls Gallup verður birtur í byrjun júlí.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira