Fá skrifleg loforð um stuðning 8. ágúst 2005 00:01 Á fimmta tug ríkja hafa veitt íslenskum stjórnvöldum skrifleg loforð um stuðning við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna árið 2008, en kjörið gildir fyrir setu í ráðinu árið 2009 og 2010. Flest eru þau í hópi ríkja sem Ísland hefur stofnað stjórnmálasamband við á undanförnum misserum. Framboð Íslands til öryggisráðs SÞ hefur yfirleitt verið kynnt um leið og stjórnmálasamband hefur verið tekið upp við viðkomandi ríki. Samkvæmt opinberum upplýsingum utanríkisráðuneytisins hefur verið tekið upp stjórnmálasamband við 54 ríki frá september 2003. Stofnun stjórnmálasambands er engin trygging fyrir stuðningi við aðildarumsókn Íslands um sæti í öryggisráðinu og því er leitast við að afla skriflegra loforða. Til að eiga möguleika í fyrstu umferð þarf Ísland að tryggja sér atkvæði að minnsta kosti 120 af um 190 aðildarlöndum eða tveggja þriðju hluta. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði á alþingi í lok apríl að ef halda ætti framboðinu til öryggisráðsins áfram mætti ekki bíða mikið lengur með að hefja kosningabaráttuna af fullum krafti við Tyrki og Austurríkismenn. Leiðtogar aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna koma saman til fundar í New York dagana 14. til 16. september næstkomandi um leið og allsherjarþingið verður sett. Staðfest er að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sækir fundinn og gert er ráð fyrir að Davíð Oddsson utanríkisráðherra verði einnig viðstaddur setningu allsherjarþingsins. Á fundi leiðtoganna er meðal annars ráðgert að ræða fjölgun þjóða í öryggisráðinu. Fyrir liggur tillaga um að Indland, Japan, Brasilía og Þýskaland öðlist þar fastafulltrúa. Ráðgert er einnig að auka hlut Afríkuþjóða í ráðinu en þær hafa ekki náð samkomulagi um það sín á milli hvaða þjóðir eigi að sitja í ráðinu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er ákvörðunar að vænta um framboð Íslands til öryggisráðsins á næstunni enda talið óheppilegt að mæta til leiks í New York í næsta mánuði án þess að hafa tekið ákvörðun um framboðið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Á fimmta tug ríkja hafa veitt íslenskum stjórnvöldum skrifleg loforð um stuðning við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna árið 2008, en kjörið gildir fyrir setu í ráðinu árið 2009 og 2010. Flest eru þau í hópi ríkja sem Ísland hefur stofnað stjórnmálasamband við á undanförnum misserum. Framboð Íslands til öryggisráðs SÞ hefur yfirleitt verið kynnt um leið og stjórnmálasamband hefur verið tekið upp við viðkomandi ríki. Samkvæmt opinberum upplýsingum utanríkisráðuneytisins hefur verið tekið upp stjórnmálasamband við 54 ríki frá september 2003. Stofnun stjórnmálasambands er engin trygging fyrir stuðningi við aðildarumsókn Íslands um sæti í öryggisráðinu og því er leitast við að afla skriflegra loforða. Til að eiga möguleika í fyrstu umferð þarf Ísland að tryggja sér atkvæði að minnsta kosti 120 af um 190 aðildarlöndum eða tveggja þriðju hluta. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði á alþingi í lok apríl að ef halda ætti framboðinu til öryggisráðsins áfram mætti ekki bíða mikið lengur með að hefja kosningabaráttuna af fullum krafti við Tyrki og Austurríkismenn. Leiðtogar aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna koma saman til fundar í New York dagana 14. til 16. september næstkomandi um leið og allsherjarþingið verður sett. Staðfest er að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sækir fundinn og gert er ráð fyrir að Davíð Oddsson utanríkisráðherra verði einnig viðstaddur setningu allsherjarþingsins. Á fundi leiðtoganna er meðal annars ráðgert að ræða fjölgun þjóða í öryggisráðinu. Fyrir liggur tillaga um að Indland, Japan, Brasilía og Þýskaland öðlist þar fastafulltrúa. Ráðgert er einnig að auka hlut Afríkuþjóða í ráðinu en þær hafa ekki náð samkomulagi um það sín á milli hvaða þjóðir eigi að sitja í ráðinu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er ákvörðunar að vænta um framboð Íslands til öryggisráðsins á næstunni enda talið óheppilegt að mæta til leiks í New York í næsta mánuði án þess að hafa tekið ákvörðun um framboðið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira