Bölvun á íslenska landsliðinu 6. september 2005 00:01 Það má með sanni segja að bölvun hvíli á íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar kemur að því að spila á Balkanskaga en í níu heimsóknum sem liðið hefur átt þangað hefur liðið aldrei unnið sigur. Afrakstur landsliðsins í heimsóknum til Balkanskagans í gegnum tíðina er eitt stig sem náðist gegn Tyrkjum fyrir 17 árum síðan. Síðan þá hafa átta leikir tapast, gegn þjóðum á borð við Albaníu, Makedóníu, Rúmeníu og Búlgaríu. "Þetta er athyglisverð tölfræði en við spáum ekkert í hana," segir Ásgeir Sigurvinsson, annar íslensku landsliðsþjálfaranna, sem undirbýr nú lið sitt af kappi fyrir leikinn í dag. "Nú er það einfaldlega okkar verk að létta af þessum álögum og ég er sannfærður um að við getum það," bætir hann við. Ásgeir segir að verið sé að vinna í því að tjasla leikmönnum saman eftir átökin gegn Króatíu en þeir létu íslensku leikmennina svo sannarlega finna fyrir sér. "Grétar Steinsson er marinn og Auðun Helgason er tæpur í hnénu en Indriði og Heiðar eru að koma til og ég vonast til þess að það geti allir leikið," segir Ásgeir. Stærsta áhyggjuefni Íslands fyrir leikinn í dag er hálsbólga sem hrjáir fyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen en að sögn Ásgeirs hefur hann fengið lyf við bólgunni og ætti að öllu óbreyttu að vera leikfær. Hann hélt sig þó að mestu inni á hótelherbergi sínu í gærdag. Kollegi Ásgeirs hjá Búlgaríu, hinn skrautlegi Hristo Stoitjkov, verður í banni í leiknum eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn Svíum um síðustu helgi. Ásgeir telur þó að fjarvera hans hafi ekki mikil áhrif á búlgarska liðið. "Aðstæður eru mjög góðar, það er um 22 stiga hiti og leikið verður á stórum leikvangi svo að ég á ekki von á öðru en að þetta verði hörkuleikur." Íslenski boltinn Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláklæddir vilja í Meistaradeild Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Í beinni: Tottenham - Southampton | Enda ófarirnar gegn botliðinu? Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira
Það má með sanni segja að bölvun hvíli á íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar kemur að því að spila á Balkanskaga en í níu heimsóknum sem liðið hefur átt þangað hefur liðið aldrei unnið sigur. Afrakstur landsliðsins í heimsóknum til Balkanskagans í gegnum tíðina er eitt stig sem náðist gegn Tyrkjum fyrir 17 árum síðan. Síðan þá hafa átta leikir tapast, gegn þjóðum á borð við Albaníu, Makedóníu, Rúmeníu og Búlgaríu. "Þetta er athyglisverð tölfræði en við spáum ekkert í hana," segir Ásgeir Sigurvinsson, annar íslensku landsliðsþjálfaranna, sem undirbýr nú lið sitt af kappi fyrir leikinn í dag. "Nú er það einfaldlega okkar verk að létta af þessum álögum og ég er sannfærður um að við getum það," bætir hann við. Ásgeir segir að verið sé að vinna í því að tjasla leikmönnum saman eftir átökin gegn Króatíu en þeir létu íslensku leikmennina svo sannarlega finna fyrir sér. "Grétar Steinsson er marinn og Auðun Helgason er tæpur í hnénu en Indriði og Heiðar eru að koma til og ég vonast til þess að það geti allir leikið," segir Ásgeir. Stærsta áhyggjuefni Íslands fyrir leikinn í dag er hálsbólga sem hrjáir fyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen en að sögn Ásgeirs hefur hann fengið lyf við bólgunni og ætti að öllu óbreyttu að vera leikfær. Hann hélt sig þó að mestu inni á hótelherbergi sínu í gærdag. Kollegi Ásgeirs hjá Búlgaríu, hinn skrautlegi Hristo Stoitjkov, verður í banni í leiknum eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn Svíum um síðustu helgi. Ásgeir telur þó að fjarvera hans hafi ekki mikil áhrif á búlgarska liðið. "Aðstæður eru mjög góðar, það er um 22 stiga hiti og leikið verður á stórum leikvangi svo að ég á ekki von á öðru en að þetta verði hörkuleikur."
Íslenski boltinn Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláklæddir vilja í Meistaradeild Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Í beinni: Tottenham - Southampton | Enda ófarirnar gegn botliðinu? Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira