18 milljarðar í hátæknisjúkrahús 6. september 2005 00:01 Fyrirtækið Skipti ehf. greiddi íslenska ríkinu tæpa 67 milljarða króna í gær fyrir Landssíma Íslands hf., en þar með lauk umfangsmestu einkavæðingu í sögu þjóðarinnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra kynntu jafnframt í gær áætlun um ráðstöfun fjárins ásamt Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og Geir Haarde fjármálaráðherra. Liðlega 32 milljörðum króna í erlendri mynt verður varið strax til að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs. Stærsta einstaka framkvæmdin sem ráðist verður í er hátæknisjúkrahús á lóð Landspítalans en 18 milljarðar króna renna til verksins á fjórum árum. Í fyrsta áfanga verður byggt húsnæði fyrir slysa- og bráðaþjónustu sem og rannsóknastarfsemi spítalans. Liðlega 10 af 15 milljörðum, sem ráðgert er að verja til samgöngumála, renna til mannvirkja á höfuðborgarsvæðinu. Sundabraut og breikkun Reykjanesbrautar eru þar stærstu einstöku verkefnin. Öll samgönguverkefnin eru á vegaáætlun og dreifast um allt land. Þremur milljörðum króna verður varið til kaupa á varðskipi og flugvél fyrir Landhelgisgæsluna. Nýsköpunarsjóði eru ætlaðir 2,5 milljarðar króna, þar af einn milljarður þegar á þessu ári. Forsætisráðherra segir að stóraukin framlög til nýsköpunar séu byltingarkennd fyrir sjóðinn. Einum milljarði verður varið nú þegar til umbóta á farsímakerfi landsmanna en alls um tveimur og hálfum milljarði á þremur árum. Einum milljarði verður einnig varið til úrbóta í húsnæðismálum geðfatlaðra. Löks er ráðgert að verja einum milljarði króna til nýbyggingar við Árnastofnun í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands og 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar árið 2011. Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar verða útfærðar frekar í frumvarpi sem lagt verður fram í upphafi Alþingis í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Fyrirtækið Skipti ehf. greiddi íslenska ríkinu tæpa 67 milljarða króna í gær fyrir Landssíma Íslands hf., en þar með lauk umfangsmestu einkavæðingu í sögu þjóðarinnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra kynntu jafnframt í gær áætlun um ráðstöfun fjárins ásamt Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og Geir Haarde fjármálaráðherra. Liðlega 32 milljörðum króna í erlendri mynt verður varið strax til að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs. Stærsta einstaka framkvæmdin sem ráðist verður í er hátæknisjúkrahús á lóð Landspítalans en 18 milljarðar króna renna til verksins á fjórum árum. Í fyrsta áfanga verður byggt húsnæði fyrir slysa- og bráðaþjónustu sem og rannsóknastarfsemi spítalans. Liðlega 10 af 15 milljörðum, sem ráðgert er að verja til samgöngumála, renna til mannvirkja á höfuðborgarsvæðinu. Sundabraut og breikkun Reykjanesbrautar eru þar stærstu einstöku verkefnin. Öll samgönguverkefnin eru á vegaáætlun og dreifast um allt land. Þremur milljörðum króna verður varið til kaupa á varðskipi og flugvél fyrir Landhelgisgæsluna. Nýsköpunarsjóði eru ætlaðir 2,5 milljarðar króna, þar af einn milljarður þegar á þessu ári. Forsætisráðherra segir að stóraukin framlög til nýsköpunar séu byltingarkennd fyrir sjóðinn. Einum milljarði verður varið nú þegar til umbóta á farsímakerfi landsmanna en alls um tveimur og hálfum milljarði á þremur árum. Einum milljarði verður einnig varið til úrbóta í húsnæðismálum geðfatlaðra. Löks er ráðgert að verja einum milljarði króna til nýbyggingar við Árnastofnun í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands og 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar árið 2011. Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar verða útfærðar frekar í frumvarpi sem lagt verður fram í upphafi Alþingis í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira