Viðskipti innlent

Fjórir eiga yfir milljarð

Fjórir forstjórar fyrirtækja, sem mynda Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands, eiga yfir einn milljarð í hlutabréfum í því félagi sem þeir stýra. Þetta eru Lýður Guðmundsson, Róbert Wessmann, Bjarni Ármannsson og Hreiðar Már Sigurðsson. Af fimmtán stjórnendum félaga í Úrvalsvísitölunni eiga níu þeirra eignarhluti yfir eitt hundrað milljónir króna að markaðsvirði. Aðeins tveir forstjórar eiga engin bréf. Í gegnum stærsta eiganda Bakkavarar, fjárfestingarfélagið Exista, eiga Lýður og bróðir hans Ágúst hlut sem er um 11,7 milljarðar króna að markaðsvirði. Eignarhlutir Róberts, Bjarna og Hreiðars Más liggja á bilinu 1.200-1.450 milljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×