Viðskipti innlent

Reyndu að kaupa ráðandi hlut

Eignarhaldsfélag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs Group, Karls Wernerssonar, stjórnarmanns í Íslandsbanka, og Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns FL Group, reyndi að kaupa ráðandi hlut í Íslandsbanka, samtals 33,76 prósent. Það voru feðginin Jón Helgi Guðmundsson og Steinunn Jónsdóttir sem komu í veg fyrir kaupin með því að selja hlut Steinunnar til Burðaráss að því er Morgunblaðið greinir frá í dag. Steinunn seldi 4,11 prósenta hlut sinn í bankanum Burðarási fyrir rúma 7,3 milljarða króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×