Erlent

18 létust vegna gaseitrunar

Átján manns fundust látnir á gistiheimili á austurhluta Spánar í gær. Gasleki kom upp á gistiheimilinu aðfararnótt sunnudags og er talið að hann hafi orðið fólkinu að aldurtila. Svo virðist sem gashitari sem kveikt var á hafi annað hvort lekið eða verið gallaður og gefið frá sér eitraðar gastegundir. Tveir sem sváfu á gistiheimilinu lifðu gaslekann af. Fólkið sem lést var á aldrinum tuttugu og fimm til fjörutíu ára og hafði ásamt fjölmörgum sem ekki gistu leigt heimilið yfir helgina til þess að halda upp á afmælisveislu. Þessi fjallakofi eða gistiheimili er staðsett í Castellon í Valencia-héraði. Fjölmargir göngumenn, reiðhjólamenn og reiðmenn koma þangað að öllu jöfnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×