Innlent
Birtir til í viðræðum
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er bjartsýnn eftir fund forsendunefndar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í kvöld. Hann telur góðar líkur á að samkomulag náist á milli aðila áður en frestur forsendunefndar rennur út annað kvöld. Forsendunefndin mun funda áfram á morgun og fulltrúar ASÍ funda einnig með ráðherrum ríkisstjórnarinnar á morgun.