Ágreiningur á bak við vinarþelið 21. febrúar 2005 00:01 Vinsemd og friður svífur yfir vötnum á ferðalagi Bush Bandaríkjaforseta í Evrópu, enda er tilgangurinn að styrkja tengslin á Atlantshafsásnum eftir erfið misseri. En fréttamaður Stöðvar 2 komst að því að hátíðarbragur og tignarlæti duga ekki til að dreifa athyglinni frá grundvallarágreiningi stórveldisins og stækkandi Evrópusambands. Evrópa og Bandaríkin eru stoðir hins frjálsa heims sagði George Bush áður en hann lagði upp í ferðalag til Evrópu, ferðalag þar sem hann hyggst ná sáttum við efasemdarmenn og fjandvini í gömlu heimsálfunni og jafnvel reyna að fá þá til að styðja málstað Bandaríkjanna, ýmist með mannafli eða fjármagni. Bush hittir á ferðinni marga helstu gagnrýnendur sína: Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands og Jacques Chirac, forseta Frakklands. Í dag átti hann fundi í Brussel með leiðtogum Evrópusambandsins. Í ávarpi sem Bush hélt sagði hann að öflug viðskipti Bandaríkjanna og bandalags Evrópu væru ein þeirra véla sem knýja hagkerfi heimsins og fordæmi þeirra hvað efnahagslegt og pólitískt frelsi varðar gefi milljónum manna, sem séu þreyttar á fátækt og kúgun, von. „Að öllu þessu leyti er sterk vinátta okkar nauðsynleg fyrir frið og hagsæld um allan heim. Engar tímabundnar deilur, enginn stundarágreiningur á milli ríkisstjórna, enginn máttur mun nokkurn tímann skilja okkur að,“ sagði Bush. Þrátt fyrir vinarþelið og fögru orðin er ekki hægt að líta fram hjá því að deilt er um grundvallaratriði í nokkrum lykilmálum: Efst á listanum er Írak þar sem Bandaríkjamenn telja sig nú á réttri braut eftir kosningarnar en víða í Evrópu ríkir enn efi. Þó er líklegt að komið verði til móts við sjónarmið Bandaríkjamanna með einhverju móti. Mið-Austurlönd: Í Ísrael og Palestínu er tónninn svipaður en annars staðar í Mið-Austurlöndum sýna Bandaríkjamenn hörku á meðan Evrópuþjóðir kjósa samninga og viðræður. Það er lítill skilningur á aðferðum hins. Íran: Hér sýna Bandaríkjamenn hörku og þeir gruna Írana um græsku. Evrópusambandið reynir áfram samningaleiðina. Kína: Bandaríkjamönnum líkar ekki að Evrópuþjóðir hyggist selja vopn til Kína sem yfirmaður CIA segir eina af meginógnunum við hagsmuni Bandaríkjanna. Í umhverfismálum er grundvallarmunur á hugsun og sýn, Alþjóða glæpadómstóllinn er stofnun sem Evrópuþjóðir leggja áherslu á en Bandaríkjamenn óttast og reyna að grafa undan, deilt er um eðli, tilgang og stærð Sameinuðu þjóðanna og í Evrópu þykjast menn greina efasemdatón hjá Bandaríkjamönnum varðandi sameiningarferlið innan ESB. Ljóst er að ekki verður tekið á þessum málum í þessari heimsókn. En það er kannski ekki megintilgangurinn heldur að sýna að stríðsöxin hefur verið grafin. Bandaríkin og Evrópa eru nátengd; á heildina er stefnt að því sama og einungis með því að taka höndum saman náist árangur. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Vinsemd og friður svífur yfir vötnum á ferðalagi Bush Bandaríkjaforseta í Evrópu, enda er tilgangurinn að styrkja tengslin á Atlantshafsásnum eftir erfið misseri. En fréttamaður Stöðvar 2 komst að því að hátíðarbragur og tignarlæti duga ekki til að dreifa athyglinni frá grundvallarágreiningi stórveldisins og stækkandi Evrópusambands. Evrópa og Bandaríkin eru stoðir hins frjálsa heims sagði George Bush áður en hann lagði upp í ferðalag til Evrópu, ferðalag þar sem hann hyggst ná sáttum við efasemdarmenn og fjandvini í gömlu heimsálfunni og jafnvel reyna að fá þá til að styðja málstað Bandaríkjanna, ýmist með mannafli eða fjármagni. Bush hittir á ferðinni marga helstu gagnrýnendur sína: Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands og Jacques Chirac, forseta Frakklands. Í dag átti hann fundi í Brussel með leiðtogum Evrópusambandsins. Í ávarpi sem Bush hélt sagði hann að öflug viðskipti Bandaríkjanna og bandalags Evrópu væru ein þeirra véla sem knýja hagkerfi heimsins og fordæmi þeirra hvað efnahagslegt og pólitískt frelsi varðar gefi milljónum manna, sem séu þreyttar á fátækt og kúgun, von. „Að öllu þessu leyti er sterk vinátta okkar nauðsynleg fyrir frið og hagsæld um allan heim. Engar tímabundnar deilur, enginn stundarágreiningur á milli ríkisstjórna, enginn máttur mun nokkurn tímann skilja okkur að,“ sagði Bush. Þrátt fyrir vinarþelið og fögru orðin er ekki hægt að líta fram hjá því að deilt er um grundvallaratriði í nokkrum lykilmálum: Efst á listanum er Írak þar sem Bandaríkjamenn telja sig nú á réttri braut eftir kosningarnar en víða í Evrópu ríkir enn efi. Þó er líklegt að komið verði til móts við sjónarmið Bandaríkjamanna með einhverju móti. Mið-Austurlönd: Í Ísrael og Palestínu er tónninn svipaður en annars staðar í Mið-Austurlöndum sýna Bandaríkjamenn hörku á meðan Evrópuþjóðir kjósa samninga og viðræður. Það er lítill skilningur á aðferðum hins. Íran: Hér sýna Bandaríkjamenn hörku og þeir gruna Írana um græsku. Evrópusambandið reynir áfram samningaleiðina. Kína: Bandaríkjamönnum líkar ekki að Evrópuþjóðir hyggist selja vopn til Kína sem yfirmaður CIA segir eina af meginógnunum við hagsmuni Bandaríkjanna. Í umhverfismálum er grundvallarmunur á hugsun og sýn, Alþjóða glæpadómstóllinn er stofnun sem Evrópuþjóðir leggja áherslu á en Bandaríkjamenn óttast og reyna að grafa undan, deilt er um eðli, tilgang og stærð Sameinuðu þjóðanna og í Evrópu þykjast menn greina efasemdatón hjá Bandaríkjamönnum varðandi sameiningarferlið innan ESB. Ljóst er að ekki verður tekið á þessum málum í þessari heimsókn. En það er kannski ekki megintilgangurinn heldur að sýna að stríðsöxin hefur verið grafin. Bandaríkin og Evrópa eru nátengd; á heildina er stefnt að því sama og einungis með því að taka höndum saman náist árangur.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira