Actavis hagnast um 5 milljarða 21. febrúar 2005 00:01 Hagnaður Actavis í fyrra var minni en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og framlegð af rekstrinum var umtalsvert minni en gert hafði verið ráð fyrir. Hagnaður Actavis var 62,7 milljónir evra. Það samsvarar ríflega fimm miljörðum króna. Rekstrartekjur Actavis-samstæðunnar jukust um 43 prósent á milli áranna 2003 og 2004. Að sögn Róberts Wessmann, forstjóra Actavis, er vöxtur félagsins meiri en nánast allra annarra félaga sem eru í sambærilegum rekstri á alþjóðlegum markaði. Áfram má gera ráð fyrir vexti í starfsemi Actavis og er meðal annars horft til Bandaríkjamarkaðs, sem er stærsti lyfjamarkaður heims. "Við höfum varið töluverðum tíma í að skoða Bandaríkin og viljum fara að sjá tekjur af okkar eigin lyfjum á þeim markaði árið 2006," segir Róbert. Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Landsbankans, segir að framlegðin af rektrinum (EBITDA-framlegð) sé töluvert lægri en spáð hafi verið. Hún segir að þetta megi meðal annars skýra með því að vöxtur í sölu lyfja undir vörumerki Actavis hafi verið meiri en hún hafði gert ráð fyrir en vöxturinn í sölu til þriðja aðila hafi verið minni. Með sölu til þriðja aðila er átt við að Actavis framleiðir lyf sem seld eru undir merkjum annarra fyrirtækja. Framlegðin af þeirri starfsemi er hærri en af sölu undir eigin merkjum. Guðmunda segir einnig að kostnaður við sölu- og markaðsstarf hjá fyrirtækinu hafi vaxið hraðar en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Róbert segir að framlegðin af rekstrinum á fjórða ársfjórðungi sé lægri en ella sökum þess að þá hafi fallið til nokkrir óreglulegir gjaldaliðir. Annars vegar hafi þurft að afskrifa mikið magn birgða í Danmörku og hins vegar hafi fallið til kostnaður vegna breytinga á afsláttarkerfum í lyfsölu í Tyrklandi. "Markaðskostnaður er að fara töluvert upp á milli ára út af Tyrklandi. Við settum einnig mikið i markaðssetingu í markaðssetning í Rússlandi þar sem við erum að auglýsa mikið í sjónvarpi," segir Róbert. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hagnaður Actavis í fyrra var minni en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og framlegð af rekstrinum var umtalsvert minni en gert hafði verið ráð fyrir. Hagnaður Actavis var 62,7 milljónir evra. Það samsvarar ríflega fimm miljörðum króna. Rekstrartekjur Actavis-samstæðunnar jukust um 43 prósent á milli áranna 2003 og 2004. Að sögn Róberts Wessmann, forstjóra Actavis, er vöxtur félagsins meiri en nánast allra annarra félaga sem eru í sambærilegum rekstri á alþjóðlegum markaði. Áfram má gera ráð fyrir vexti í starfsemi Actavis og er meðal annars horft til Bandaríkjamarkaðs, sem er stærsti lyfjamarkaður heims. "Við höfum varið töluverðum tíma í að skoða Bandaríkin og viljum fara að sjá tekjur af okkar eigin lyfjum á þeim markaði árið 2006," segir Róbert. Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Landsbankans, segir að framlegðin af rektrinum (EBITDA-framlegð) sé töluvert lægri en spáð hafi verið. Hún segir að þetta megi meðal annars skýra með því að vöxtur í sölu lyfja undir vörumerki Actavis hafi verið meiri en hún hafði gert ráð fyrir en vöxturinn í sölu til þriðja aðila hafi verið minni. Með sölu til þriðja aðila er átt við að Actavis framleiðir lyf sem seld eru undir merkjum annarra fyrirtækja. Framlegðin af þeirri starfsemi er hærri en af sölu undir eigin merkjum. Guðmunda segir einnig að kostnaður við sölu- og markaðsstarf hjá fyrirtækinu hafi vaxið hraðar en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Róbert segir að framlegðin af rekstrinum á fjórða ársfjórðungi sé lægri en ella sökum þess að þá hafi fallið til nokkrir óreglulegir gjaldaliðir. Annars vegar hafi þurft að afskrifa mikið magn birgða í Danmörku og hins vegar hafi fallið til kostnaður vegna breytinga á afsláttarkerfum í lyfsölu í Tyrklandi. "Markaðskostnaður er að fara töluvert upp á milli ára út af Tyrklandi. Við settum einnig mikið i markaðssetingu í markaðssetning í Rússlandi þar sem við erum að auglýsa mikið í sjónvarpi," segir Róbert.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira