Stöðugur flótti stuðningsmanna ESB 27. febrúar 2005 00:01 Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Það er engu líkara en stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar á flokksþingi Framsóknarflokksins séu með sjö gíra aftur á bak eins og sagt var um ítalska herinn í Seinni heimsstyrjöld. Þeir hafa verið á hröðum flótta frá upphaflegri tillögu í fyrradag sem kvað á um að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður að ESB á kjörtímabilinu og niðurstöður þeirra yrðu bornar undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. Í gær voru þeir reknir til baka með tillögu þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan ESB, og að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða. Í morgun vonuðust menn til að sátt gæti náðst um tillögu þar sem sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en bera niðurstöðu þeirrar vinnu undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar. Í morgun gerðist það hins vegar að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins til margra ára, stóð upp og lýsti algerri andstöðu við þennan texta. Evrópusinnarnir hafa því neyðst til að bakka enn einu sinni en á næstu mínútum er búist við að Evróputillaga með enn mildari orðalagi verði kynnt. Evrópusinnum innan Framsóknarflokksins virðist því ætla að mistakast að færa flokkinn nær aðildarviðræðum á þessu flokksþingi. Í tillögu um flugvallarmálið sem upphaflega var lögð fyrir þingið var hreinlega lagt til að innanlandsflugið ætti að færast til Keflavíkur. Nú stefnir í samkomulagstillögu um það að miðstöð innanlandsflugsins verði áfram í Vatnsmýri en flugvöllurinn gefi eftir land til annarrar starfsemi. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Það er engu líkara en stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar á flokksþingi Framsóknarflokksins séu með sjö gíra aftur á bak eins og sagt var um ítalska herinn í Seinni heimsstyrjöld. Þeir hafa verið á hröðum flótta frá upphaflegri tillögu í fyrradag sem kvað á um að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður að ESB á kjörtímabilinu og niðurstöður þeirra yrðu bornar undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. Í gær voru þeir reknir til baka með tillögu þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan ESB, og að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða. Í morgun vonuðust menn til að sátt gæti náðst um tillögu þar sem sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en bera niðurstöðu þeirrar vinnu undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar. Í morgun gerðist það hins vegar að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins til margra ára, stóð upp og lýsti algerri andstöðu við þennan texta. Evrópusinnarnir hafa því neyðst til að bakka enn einu sinni en á næstu mínútum er búist við að Evróputillaga með enn mildari orðalagi verði kynnt. Evrópusinnum innan Framsóknarflokksins virðist því ætla að mistakast að færa flokkinn nær aðildarviðræðum á þessu flokksþingi. Í tillögu um flugvallarmálið sem upphaflega var lögð fyrir þingið var hreinlega lagt til að innanlandsflugið ætti að færast til Keflavíkur. Nú stefnir í samkomulagstillögu um það að miðstöð innanlandsflugsins verði áfram í Vatnsmýri en flugvöllurinn gefi eftir land til annarrar starfsemi.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira