Innlent

Björn fagnar áræði Agnesar

MYND/SJ
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vonar að Agnes Bragadóttir blaðamaður og félagar hennar hafi erindi sem erfiði í baráttu sinni fyrir því að almenningur eignist sem stærstan hlut í Símanum. Þetta segir Björn á heimasíðu sinni í dag og fagnar áræði Agnesar sem og dugnaði. Hann segir þó að honum finnist óþarfi að gera Alþingi að blóraböggli eins og honum finnst Agnes hafa gert í grein sinni um einkavæðingu Símans en þar líkir hún Alþingi við litlaust leikhús sem skortir hugsjónir, sannfæringarkraft, andagift og réttlætiskennd. Þá segir Agnes í grein sinni Alþingi starfa aðeins í þágu fárra útvaldra á kostnað almennings. Björn segir Alþingi ekki hafa lagt stein í götu Agnesar og félaga hennar til að vinna að markmiðum sínum. Þvert á móti geti þau unnið að þessu hugarefni sínu innan ramma laga og þeirra reglna sem gilda um sölu Símans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×