Innlent

Vilja styrkja við­gerðir á sögu­frægum byggingum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Loftmynd af Reykjavík.
Loftmynd af Reykjavík. Vísir/Einar

Húsverndarsjóður Reykjavíkurborgar hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til viðgerðar og endurgerðar á byggingum í Reykjavík sem hafa sérstakt varðveislugildi af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum.

Fram kemur í auglýsingunni að umsóknir séu einungis mótteknar á þar til gerðu eyðublaði á mínum síðum á vef Reykjavíkur. Umsóknarfresturinn sé til föstudagins 14. mars.

Eftirfarandi upplýsingar skuli koma fram í umsókn:

  1. Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum
  2. Tímaáætlun
  3. Kostnaðaráætlun (með sundurliðun ef um er að ræða marga þætti)
  4. Ljósmynd af húsinu eins og það er nú og eldri ljósmynd ef hún er til

Frekari upplýsingar séu veittar af Húsverndarstofu sem er með opinn símatíma á miðvikudögum kl. 15–17 í síma 411 6333. Einnig megi senda tölvupóst á husverndarstofa@reykjavik.is.

Auglýsingin.

Séð yfir litrík hús í Reykjavík.Reykjavík



Fleiri fréttir

Sjá meira


×