Innlent

Fischer stefnir stjórnvöldum

Bobby Fischer hefur stefnt bandarískum stjórnvöldum fyrir ólöglega frelsissviptingu vegna níu mánaða varðhaldsvistar í Japan. Þetta kemur fram á vefmiðlinum NBC San Diego. Í kærunni segir að japönsk stjórnvöld hafi að undirlægi bandarískra stjórnvalda haldið skákmeistaranum í slæmum aðbúnaði þar til hann samþykkti að snúa aftur til Bandaríkjanna. Fulltrúi bandaríska dómsmálaráðuneytisins neitaði að tjá sig um kæruna en tók fram að yfirvöld litu enn svo á að Fischer væri glæpamaður á flótta undan réttvísinni. Íslenskur ríkisborgararéttur virðist því engu hafa breytt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×