Krónan hækkar vegna skuldabréfa 2. september 2005 00:01 Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Alls hafa þrír erlendir aðilar, þar á meðal austurríska ríkisstjórnin, fjárfest í íslenskum skuldabréfum fyrir um samtals 18 milljarða króna. Formenn efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndfar Alþingis hittust í dag og ákváðu að kalla saman fund í kjölfarið til að ræða hátt gengi íslensku krónunnar og vanda samfara því. Gróðinn af vaxtamuninum er mikill en til að geta keypt bréfin þarf að skipta fé í íslenskar krónur. Það eykur eftirspurn eftir íslenskum krónum sem hækkar gengi krónunnar. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir þessa aðila nýta sér þann vaxtamun sem sé á milli Íslands og annarra ríkja. Aðspurður hverjir væru þarna á ferðinni sagði Pétur að það væri austurríska ríkið og bankar í Noregi og Hollandi. Í fréttabréfi KB banka segir að spákaupmennska erlendra verðbréfafyrirtækja hafi hækkað gengið þrátt fyrir að viðskiptahallinn hafi vaxið stórlega á sama tíma. Spákaupmennirnir hleypi lífi í markaðinn en á móti komi að það fjármagn sem þeir komi með geti horfið jafn snögglega úr landi og það kom. Pétur Blöndal og Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segja verðbólguna nær enga nema hvað varðar húsnæðiskostnað, eða 0,1 prósent. Húnsæðiskostnaður sé hins vegar oftast ekki inni í vísitölu neysluverðs annarra landa. Þetta haldi genginu mjög háu með erfiðleikum fyrirtækja í útflutningi og nýtt inngrip erlendra aðila sé ekki síst áhyggjuefni þegar það komi til viðbótar vaxtastrefnu Seðlabankans. Pétur segir að íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur, sjávarútvegs- og hugbúnaðarfyrirtæki og mörg önnur, eigi í erfiðleikum því þau fái lægra verð fyrir sínar vörur. Magnús segir ástæðu til þess að fá upplýsingar frá Seðlabankanum og öðrum á fjármálaheimunum um þróun þessara mála. Spurður hverjir verði kallaðir til segir Magnús að það verði fulltrúar Seðlabankans og Hagstofunnar og væntanlega fulltrúar frá greiningardeildum bankanna. Verið sé að vinna í málinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira
Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Alls hafa þrír erlendir aðilar, þar á meðal austurríska ríkisstjórnin, fjárfest í íslenskum skuldabréfum fyrir um samtals 18 milljarða króna. Formenn efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndfar Alþingis hittust í dag og ákváðu að kalla saman fund í kjölfarið til að ræða hátt gengi íslensku krónunnar og vanda samfara því. Gróðinn af vaxtamuninum er mikill en til að geta keypt bréfin þarf að skipta fé í íslenskar krónur. Það eykur eftirspurn eftir íslenskum krónum sem hækkar gengi krónunnar. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir þessa aðila nýta sér þann vaxtamun sem sé á milli Íslands og annarra ríkja. Aðspurður hverjir væru þarna á ferðinni sagði Pétur að það væri austurríska ríkið og bankar í Noregi og Hollandi. Í fréttabréfi KB banka segir að spákaupmennska erlendra verðbréfafyrirtækja hafi hækkað gengið þrátt fyrir að viðskiptahallinn hafi vaxið stórlega á sama tíma. Spákaupmennirnir hleypi lífi í markaðinn en á móti komi að það fjármagn sem þeir komi með geti horfið jafn snögglega úr landi og það kom. Pétur Blöndal og Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segja verðbólguna nær enga nema hvað varðar húsnæðiskostnað, eða 0,1 prósent. Húnsæðiskostnaður sé hins vegar oftast ekki inni í vísitölu neysluverðs annarra landa. Þetta haldi genginu mjög háu með erfiðleikum fyrirtækja í útflutningi og nýtt inngrip erlendra aðila sé ekki síst áhyggjuefni þegar það komi til viðbótar vaxtastrefnu Seðlabankans. Pétur segir að íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur, sjávarútvegs- og hugbúnaðarfyrirtæki og mörg önnur, eigi í erfiðleikum því þau fái lægra verð fyrir sínar vörur. Magnús segir ástæðu til þess að fá upplýsingar frá Seðlabankanum og öðrum á fjármálaheimunum um þróun þessara mála. Spurður hverjir verði kallaðir til segir Magnús að það verði fulltrúar Seðlabankans og Hagstofunnar og væntanlega fulltrúar frá greiningardeildum bankanna. Verið sé að vinna í málinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira