Eykur verðmæti sjávarafurða 19. febrúar 2005 00:01 Þótt Sjöfn Sigurgísladóttir titli sig matvælafræðing í símaskránni er hún líka annað og meira því hún veitir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins forstöðu. Sjöfn tók við forstjórastarfinu í maí 2002 svo það er komið vel á þriðja ár síðan. Hún situr uppi á annarri hæð í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu og af skrifstofunni sér hún til skipaferða um Faxaflóann. Þegar haft er orð á að búast mætti við karlmanni í þessum stól hlær hún og kveðst alltaf hafa unnið mikið með karlmönnum, það fylgi raunvísindunum og sé bara skemmtilegt. Hún nefnir LÍÚ fundi sem dæmi um miklar herrasamkomur. Sjöfn er faglegur leiðtogi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins auk þess bera ábyrgð á rekstri hennar og starfsemi. "Samskipti eru mikilvægur þáttur í mínu starfi því stofnunin vinnur náið með sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, háskólunum og öðrum rannsóknaraðilum," segir hún og leggur áherslu á að hlutverk stofnunarinnar sé að auka verðmæti sjávarafurða. "Við erum með um 60 starfsmenn og erum að vinna á fimm stöðum á landinu, í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Neskaupstað auk þess sem við erum í samstarfi við fyrirtæki og rannsóknaraðila erlendis," upplýsir hún. Af sjálfu leiðir að mikil ferðalög fylgja starfi Sjafnar bæði um landið og líka út fyrir landsteinana og lokorð hennar í viðtalinu undirstrika það. "Við viljum tengjast sem flestum til að byggja upp þekkingu og hafa sem mest áhrif á þróunina." Atvinna Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þótt Sjöfn Sigurgísladóttir titli sig matvælafræðing í símaskránni er hún líka annað og meira því hún veitir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins forstöðu. Sjöfn tók við forstjórastarfinu í maí 2002 svo það er komið vel á þriðja ár síðan. Hún situr uppi á annarri hæð í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu og af skrifstofunni sér hún til skipaferða um Faxaflóann. Þegar haft er orð á að búast mætti við karlmanni í þessum stól hlær hún og kveðst alltaf hafa unnið mikið með karlmönnum, það fylgi raunvísindunum og sé bara skemmtilegt. Hún nefnir LÍÚ fundi sem dæmi um miklar herrasamkomur. Sjöfn er faglegur leiðtogi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins auk þess bera ábyrgð á rekstri hennar og starfsemi. "Samskipti eru mikilvægur þáttur í mínu starfi því stofnunin vinnur náið með sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, háskólunum og öðrum rannsóknaraðilum," segir hún og leggur áherslu á að hlutverk stofnunarinnar sé að auka verðmæti sjávarafurða. "Við erum með um 60 starfsmenn og erum að vinna á fimm stöðum á landinu, í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Neskaupstað auk þess sem við erum í samstarfi við fyrirtæki og rannsóknaraðila erlendis," upplýsir hún. Af sjálfu leiðir að mikil ferðalög fylgja starfi Sjafnar bæði um landið og líka út fyrir landsteinana og lokorð hennar í viðtalinu undirstrika það. "Við viljum tengjast sem flestum til að byggja upp þekkingu og hafa sem mest áhrif á þróunina."
Atvinna Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira